Það fer eftir orkumun ástandanna. Ef hann er mikill hrörna eindirnar á skemmri tíma. Til dæmis er Higgs-eindin, ef sönn reynist, mjög orkumikil og hrörnar í mun orkuminni eindir. Þess vegna verður hún ekki greind ein og sér, heldur aðeins brakið úr henni þegar hún hefur hrörnað, þrátt fyrir að hún ferðist geysihratt og eindanemarnir séu í fárra metra fjarlægð frá upphafsstað hennar. http://en.wikipedia.org/wiki/Particle_decay#Table_of_elementary_particle_lifetimes