Ég myndi styrkja það fólk sem á ekki efni á mjólk, sem er augljóslega fólkið sem þú hefur áhyggjur af. Vel á minnst sýnist mér fólk á atvinnuleysisbótum oftast eiga fyrir mjólk, svo ég þyrfti ekki að borga þeim mikið. Ég vil ekki hækka verðið “fyrir” einhvern, ég vil bara ekki gefa helling af peningum til mjólkurframleiðenda fyrir það eitt að vera til. Þeir þurfa ekki peninginn, eins og þú hefur oft bent á, heldur fólkið sem á ekki efni á mjólk.