Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Dittó. Í raun samfélagssáttmáli, nema sáttmáli, ekki einhliða ákvörðun.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki hvað þú meinar með “mjög verðlaunað”, en ef þér sýnist nauðþurftaaðstoð vera verðlaunun, og neyðarhjálp gera fólk að bjargarlausum ríkisbubbum, þá er ég ekki sammála.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Miðað við samræður við þig annars staðar sýnst mér munu taka mig meiri tíma en ég nenni að eyða til að útskýra það fyrir þér. Vittu samt til, að skattakerfið er ekki eina stjórnarfyrirkomulagið sem hefur verið reynt í veröldinni, né eina fyrirkomulagið sem er réttlætanlegt (það er það ekki) eða hugsanlega virkandi.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það er ekkert sjálfgefið að ríkið ætti að mega taka pening af öllum íbúum landsins, þótt mörgum finnist það sniðugt.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þessi tíu þúsund manna myndu skapa ríkinu enn meiri tekjur ef þau þyrftu ekki ríkisstuðning í sinni vinnu. Það er ódýrara að gefa fátækum beint þann pening sem þau þurfa til að kaupa þær vörur sem þau þurfa. Ef þau eru bara “atvinnulausir aumingjar” sem eiga engan pening skilið ætti að vera þitt val að hætta að gefa þeim pening. Núverandi fyrirkomulag gagnast mjólkurframleiðendum mikið frekar en fátækum.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þessi setning var smíðuð af Noam Chomsky sem dæmi um hvernig málfræðilega rétt setning er ekki endilega merkingarþrungin. Mér datt hún í hug þegar ég las svarið þitt. Ég sé einfaldlega ekki hvernig það virkar sem röksemd, ef ég skil það á annað borð rétt, sem er vafasamt. Hvað meinarðu með því? Að mjólk myndi verða að minnsta kosti jafn dýr og vatn í flösku? Hvernig eiga fyrri röksemdir mínar ekki við það? Ég neitaði því ekki að mjólk gæti orðið dýrari ef niðurgreiðslur myndu hætta, þótt það...

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Colorless green ideas sleep furiously.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég myndi styrkja það fólk sem á ekki efni á mjólk, sem er augljóslega fólkið sem þú hefur áhyggjur af. Vel á minnst sýnist mér fólk á atvinnuleysisbótum oftast eiga fyrir mjólk, svo ég þyrfti ekki að borga þeim mikið. Ég vil ekki hækka verðið “fyrir” einhvern, ég vil bara ekki gefa helling af peningum til mjólkurframleiðenda fyrir það eitt að vera til. Þeir þurfa ekki peninginn, eins og þú hefur oft bent á, heldur fólkið sem á ekki efni á mjólk.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það er miklu ódýrara að borga fátæklingunum einum og sér peninginn sem vantar til að þeir geti keypt þá mjólk sem þeir þurfa. Að þú haldir að þessar niðurgreiðslur séu nauðsynlegar er ekki mitt mál, það gefur þér ekki réttinn að nota minn pening til að útfæra þær. Að kalla fólk heimskingja, hálfvita og geðklofa í rökræðum lætur þig hljóma eins og þú hafir rangt fyrir þér.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það er lauflétt að hefja óhagstæðan rekstur, og enn auðveldara ef ríkið borgar með honum. Ef við viljum gera fátæklingum greiða getum við stutt þá til að kaupa sér þá hluti sem þá vantar (og fellt niður tolla á þeim), frekar heldur en að velja fyrir þá vörutegundir sem við niðurgreiðum. Ef þú vilt borga mjólkurframleiðendum peninga til að þeir bjóði ódýrari mjólk er það þitt val. Mitt val er að styrkja nauðþurfandi.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Eitthvað sniðugra að gera en að framleiða vöru sem verður ekki keypt nema hún sé niðurgreidd, augljóslega. Ég get fullvissað þig að ég er hvorki geðklofa né atvinnulaus, en þú hljómar eins og alger vitleysingur.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Aftur á móti er augljóslega frábær hugmynd að borga mjólkurframleiðendum glás af peningum svo þeir þurfi ekki að finna sér eitthvað sniðugra að gera.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Mér sýnist ég vera að segja að það sé óréttlátt að allir skattgreiðendur séu látnir borga fyrir vörur, hvort sem þeir kaupa þær eða ekki. Ef fátæklingum langar í skyr og mjólk án þess að eiga efni á því geturðu styrkt þá til þess að kaupa það, það er samt fásinna að borga mjólkurframleiðendum peninga til að hjálpa fátæklingum. Spurði einhver þá hvort þá langaði í skyr?

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það er verið að niðurgreiða óhagkvæman rekstur og hækka verð á ódýrari samkeppnisvörum frá útlöndum. Ef gera ætti fátæklingum greiða myndu þeir fá beingreiðslurnar, ekki framleiðendur.

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Íslenska gæti vel hafa hentað aðstæðum hér á landi betur en önnur tungumál, til dæmis eru fleiri orð í íslensku til að lýsa fannfergi, eins og þekkt er. Það væri þó máske hagkvæmara að hætta að tala íslensku, en þar sem flestir hér tala ensku hvort eð er skiptir það litlu máli. Munurinn þar er líka að fólkið sem kaupir séríslenskaðar vörur greiðir fyrir þær sérstaklega, en í landbúnaði eru allir með skattlagningu þvingaðir til að greiða, hvort sem þeir njóta hans eða ekki. (Reyndar gæti...

Re: ESB

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Fólk sem myndi missa starf í landbúnaði gæti farið að vinna við eitthvað annað. Almennir borgarar myndu sleppa við niðurgreiðslu íslensks landbúnaðar og til dæmis geta notað peninginn til að ráða þá í vinnu sem misstu hana þegar landbúnaður lagðist af. Ríkið gæti borgað tíu þúsund manns til að búa til séríslenska bílategund, það borgar sig einfaldlega ekki því erlendir bílar eru betri og ódýrari. Sömu röksemdir mætti heimfæra á landbúnað.

Re: Hvað eru til margar sálir í alheimnum ?

í Dulspeki fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þær eru fimmtán.

Re: Arnfríður hefur stundum vitnað í rannsóknir og það réttlætir ríkiskirkju

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Pant ekki byggja á kristnum gildum. Á biblíum byggði kristinn maður hús - hyggnir menn nota skynsemi.

Re: Banki

í Fjármál og viðskipti fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég skulda vinkonu minni fimmþúsundkall og pabbi skuldar mér tvöþúsund og sjöhundruð krónur. Er ég banki?

Re: pæling

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Hefur komið fyrir. Ég og mínir lifa svo spennandi lífum að það er alltaf frá einhverju að segja.

Re: hvernig dó hugi?

í Tilveran fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Facebook borðaði huga, skilst mér.

Re: Framhaldsskóli í haust

í Skóli fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Menntaskólann að Laugarvatni, einhvern tímann þegar hugtakið “hverfisskóli” þýddi ekkert fyrir nokkrum. Fékk 8,8 og einn þrítugasta í meðaleinkunn samræmdra prófa, tvær umsagnir “áhugalaus” og eitt stykki “truflar kennslu”.

Re: plís Hjalp

í Skóli fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Skilningur? Í þessum áfanga?

Re: Grein inn á mörg áhugamál

í Nýi Hugi fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Mér líst ekki á það, mig grunar að fólk myndi spamma greinarnar sínar á öll áhugamálin alltaf, þar sem það hefur engu að tapa á því. Þetta er ekki bara spurning um að leggja meira á þá sem þurfa að yfirfara og samþykkja greinarnar. Mig grunar líka að þetta yrði vesen í forritun, þar sem þessi síða eins og flestar sambærilegar síður er forrituð eins og tré sem kvistast bara í eina átt, ein grein á sér því ekki tvo stofna.

Re: LaTeX fyrir Nýja Huga

í Nýi Hugi fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Djöfull er ég sáttur með þetta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok