Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Jújú, eins og öll orð. En þegar um fóstureyðingar ræðir er gagnlegt að hugsa um skil þar sem manni þykir óásættanlegt að drepa eitthvað. Flestum þykir óásættanlegt að drepa eitthvað sem maður hefur myndað persónuleg tengsl við, hvort sem þau eru gagnkvæm eða ekki. Manni finnst ljótt að eyðileggja bangsa sem börn eiga, ljótt að drepa pandabirni, en flestum er sama um hýenur, ánamaðka og einhver slepjuleg fóstur sem enginn hefur séð. Aftur á móti er eitthvað heilagt við smábörn, því manneskjur...

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég get alveg fullyrt það. Tilfinningar karlsins geta líka verið margs konar, og árs vinna af hans hendi hefur líka áhrif á hann. Vandamálið er að eins og málin standa má konan velja hvort hún beiti sjálfa sig óþægindunum sem fylgja fóstureyðingu, en karlinn má ekki velja hvort hann taki á sig þessa árs vinnu. Samt er eins og þú segir jöfn ábyrgð að baki getnaði. Ábyrgðin er jöfn, en annar aðilinn hefur einvald um afleiðingarnar. Ég held að fæstir hér mæli með því að karlinn ráði því hvort...

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Eru getnaðarvarnir bara á ábyrgð annars aðila? Eru þær alveg öruggar? Og já, þetta er vanlíðan í takmarkaðan tíma, og ég sé ekki af hverju þær eru ómerkilegri en sú auka vinna sem karlinn þarf að ganga í gegnum næstu átján árin til að borga meðlag.

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég vorkenni ekki konum sem þurfa að finna smá vanlíðan í takmarkaðan tíma til að koma í veg fyrir það.

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Líkur á getnaði við “fullkomna notkun” smokks eru 2% fyrsta árið, 0,3% fyrir pilluna. http://en.wikipedia.org/wiki/Condom http://en.wikipedia.org/wiki/Combined_oral_contraceptive_pill

Re: Karlkyns fóstureyðing

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég fatta ekki alveg þennan greinarmun milli barns og fósturs. Hvenær breytist fóstrið í barn?

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég var að afsaka ættina.

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Vísindi og dulspeki leita að svörum. Vísindi athuga hvort svörin sín séu rétt, ekki dulspeki.

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það sem ég átti við með slembikenndu og hugsunarlausu orðalagi er þegar fólk dregur orð úr lausu lofti til áherslu eða lýsingar sem þýða ekki það sem það heldur að þau þýði. Dæmi er þessi þráður á er.is þar sem þráðshöfundur virðist annað hvort ekki vita hvað “stuðla að” þýðir, eða er að nota það á frekar vafasaman hátt. Annars gleymdi ég að taka undir með þér með þessa bókstafstrú sumra á vísindi. Það er alveg rétt að sumir trúa á sama hátt á þá hluti sem ég myndi kalla “rétta” og...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Vísindi og rökfræði fást við vel skilgreindar spurningar, og þar sem þær eru yfirleitt settar fram á tungumáli þarf að vera á hreinu hvað orðin þýða. Þess vegna táir lítið að tala um “er guð til?” nema maður viti hvað átt er við með orðinu. Tungumálið er jafn reglubundið og hugsun fólksins sem notar það, og ef fólk notar orð slembikennt og hugsunarlaust þá verður tungumálið loðið og óskýrt. Þegar maður notar orðið “trúleysi” til að tákna eitthvað annað en skort á trú þá er verið að bjaga...

Re: Fyrirmyndarríki Platóns

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Epigenetics

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það er skilgreiningaratriði hvort trúleysi sé trú á sama hátt og það er skilgreiningaratriði hvort svefnleysi sé svefn. Það er lítið vit í að nota orðið trúleysi í öðrum tilgangi en að lýsa skorti á trú. Það er svipað orðarugl í gangi þegar maður talar um að “allt er trú”. Auðvitað er hægt að segja að maður geti aldrei vitað neitt með fullri vissu og allt það. En það er eins og að kalla allt ömmu sína. Hvað á maður þá að kalla ömmu sína? Ef vel staðfest fyrirbæri eins og þróun, byggt á...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ef þú lest svarið mitt vandlega tekurðu kannski eftir að ég svaraði þér, í þarsíðasta svari mínu sagði ég hvað ég teldi sönnun og í báðum síðustu svörum mínum hef ég sagt að og af hverju ég tek ekki persónulega opinberun gilda sem sönnun. Ég skal skýra með dæmi. Ef ég segi að ég finni mjög sterkt innra með mér að Mars er búinn til úr appelsínum og þú segir að þú finnir mjög sterkt innra með þér að Mars sé búinn til úr eplum, þá væru það dæmi um persónulegar opinberanir. Augljóslega geta ekki...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Mjög einfalt en þó flókið svar til við þessu.Þetta er skynsamleg og ekki skynsamleg fullyrðing.

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ef algyðistrú þýðir að til sé einhvers konar alheimsvitund, þá er það einfaldlega enn ein skilgreiningin á guði sem bíður sönnunar. Ég geri mér vel grein fyrir því vandamáli að guð sé ekki af þeim heimi sem hann skóp og geti því ekki einfaldlega birt sig eins og hann er, enda tala ég um “opinberun” sem væri ótvírætt merki um mikilfenglegt afl, ekki holdgervingu almættisins. En það að víkja sér stanslaust undan ótvíræðum sönnunum er einkennismerki trúarbragða, algyðistrú er þar engin...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Nei. En á meðan dulspekingar velta sér uppúr afleiðingum óstaðfestra og óstaðfestanlegra kenninga er lítið vit í að flokka þá sem vísindamenn.

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Argument_from_ignorance http://www2.sunysuffolk.edu/pecorip/scccweb/etexts/phil_of_religion_text/chapter_5_arguments_experience/burden-of-proof.htm

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það fer svolítið eftir því hvers lags guð er verið að tala um. Það sem virkar ekki fyrir mig eru persónulegar opinberanir, gamlar skáldsögur, óskhyggja og óafsannanlegar kenningar, til dæmis guðinn sem bjó til heiminn en gerir síðan ekki neitt. Munurinn á því og heimi sem bara varð til uppúr þurru (sem ég segist ekki trúa á) er ómælanlegur og ekki umtalsverður. Það sem myndi virka væri opinberum fyrir fjölda fólks, helst öllum heiminum, á hátt sem aðeins almætti megnaði. Til dæmis brot á...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það hefur lengi og oft verið talað um að Íslendingasögur séu stórlega ýktar. Ég held að þú þurfir að athuga hvort röksemdir þínar gegn hnattrænni hlýnun séu sterkari en röksemdir stórs meirihluta loftslagsvísindamanna með henni. Þessi arseniknotandi lífvera er ekki svo stórmerkileg að það þurfi að endurskrifa neinar kennslubækur. Hún getur bara skipt út einu frumefni í hluta lífefnafræðilegrar byggingar sinnar fyrir annað. Við vitum vel að vísindin séu ekki hárrétt, þess vegna erum við enn...

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þú ætlast varla til þess að ég taki þitt orð yfir netið fyrir þessu?

Re: Trivia

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég átti við tón-, mynd- og ljóðlist, sem er oft lýst sem uppreisn úr höftum óbundins máls. Sú heimspeki sem ég kannast við er yfirleitt í óbundnu máli, svo hún situr líklega eftir þegar fönix listarinnar tekur til flugs. Annars eru orðin “list” og “heimspeki” svo liðug að það má örugglega finna eitthvað verulegt sniðmengi. En hvorugt felur í sér hitt, eins og ég skil þau. Eða, eins og ég hefði líka getað orðað það, “nei, ekki alltaf.”

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Hallucination http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_method#Beliefs_and_biases

Re: Verðug spurning?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þá eru komnar svo margar breytur í þetta að ég efast um að maður geti spáð nokkuð í það.

Re: Verðug spurning?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það fer væntanlega eftir hvað er átt við með að taka fram úr, og hvaða dýr á við.

Re: Áhugamálið /dulspeki hefur verið fært.

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Trúleysi er einmitt skortur á trú, ekki trú á eitthvað ákveðið. Til dæmis er ég trúlaus á fjólublá hreindýr á tunglinu. Ég hef aldrei heyrt sannfærandi rök fyrir því að þau séu til og eina skiptið sem ég hef heyrt um þau var þegar ég minntist á þau rétt áðan. Ég vissi ekki af hugmyndinni um að þau gætu verið til fyrr en rétt áðan, og var þangað til hlutlaus og óafvitandi um hvort þau væru til. En eitt er víst, ég er trúlaus á þau; ég pæli lítið í þeim og reikna ekki með því að þau séu til í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok