Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vista, rip-off af Mac OS X?

í Windows fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þetta er reyndar ekki sami fídusinn. Tímavél Apple getur skilað skránni aftur í því ástandi sem hún kann nokkurn tímann að hafa verið í. System Restore virkar helst á kerfisskrár og forrit, en ekki skjöl notanda.

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er reyndar rétt. Ég er að reyna að finna kjarna og grunn fyrir skilgreiningu og útskýringu réttlætis áður en ég get í raun klárað þessa grein. Þessi grein hefði byggt á þeirri og ég hefði átt að skrifa hana fyrst.

Re: Firefox 3.0

í Netið fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Forritarar nota ákveðin kerfi til að aðgreina stórar og litlar breytingar. Það er aftur mismunandi milli forritara hvernig kerfin eru.

Re: Firefox og Quicktime

í Netið fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hefurðu prófað að henda hreinlega QuickTime og athuga hvort Firefox hrynji líka þá?

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það má líka velta fyrir sér hvenær eitthvað er rétt. Er eitthvað rétt þegar öllum í heiminum finnst það? Ef öllum í heiminum fyndust appelsínur góðar, væri það þá rétt?

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er ljóst að samfélagið deyr út telji þau morð ekki röng. Það er þó ekki svar við spurningunni, og við vitum ekki enn hvað skal gera við morðingjann. Það er þó deginum ljósara að morð geta ekki viðgengist, en liggur ekki í augum uppi hvað skal gera við þá sem þau fremja.

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
2.1) Ég þekki afleiðslu og skilgreininguna á henni, en er ekki fullbær til notkunar hennar, eins og ég hef sagt áður. (Var það ekki annars?) Ég hefði í raun átt að endurskrifa greinina fullkomlega, en eins og þú sérð er hún byggð á tímalínu ákvarðana, og samsvarar sér því ekki að fullu og öllu leiti, og mun síður en ég hafði vonað. Ég mun koma fram með ritgerð um réttlæti (sem í raun er umræðuefnið) þegar ég hef náð samsvörun í óháðri ritgerð. 2.2) Svipað og greinin sjálf. En, ég mun sem...

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Áhugavert. En hvers vegna treystir þú svona ógjarna Nýja Testamentinu? Þú segir það “eyða áhuga” þínum á greininni, sem þú hefur engu að síður lesið. Ég játa og hef sagt áður að röksemdafærslan hér sé ótraust, þótt þetta sé ekki beinlínis eins og í stærðfræði, þar sem óyggjandi “já og nei”-svör eru til við hverri spurningu. Ég var að vonast til að lesendur gætu skapað röksemdafærslu út frá meginhugmynd greinarinnar. Bendi á orðaskak mitt og VeryMuch hér ögn ofar, en það hafa líklega fæstir...

Re: Tom Cruise "spámaður".

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
http://theunfunnytruth.ytmnd.com/ Vísindakirkjan hljómar fyndin, en margt bendir til annars. Annars er ég ekki inni í þessum efnum. Bætt við 24. janúar 2007 - 19:00 Og framhaldið: http://theunfunnysequel.ytmnd.com/

Re: md

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það sem ég fann á Google fyrir nokkru síðan var að ekki er hægt að sækja klippur af Sony Walkman spilurum.

Re: Litlir Crackar...

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er einmitt það sem Sam'n Max framleiðendurnir gera. http://telltalegames.com

Re: Windows Live Messenger

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Svona vandamál tengjast yfirleitt nettengingunni. Koma engin skilaboð í MSN um villuna?

Re: Litlir Crackar...

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Do not underestimate the power of the Icelandic tounge!!!

Re: Litlir Crackar...

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég veit að Jazz Jackrabbit 3 hætti á alpha stigi vegna fjárskorts, enda leikirnir á undan illa afritunarvarðir. Sömuleiðis Toonstruck.

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hvernig virkar heilinn? Nákvæmlega hvaða hlutverki gegnir hann? Við vitum ekki allt um heilann og þangað til við vitum ekki allt um heilann höfum við ekki fullkominn skilning á honum. Þangað til við höfum þannig ekki skilið okkur mun okkur verða lítt ágengt í að skilja það sem er enn flóknara en við, þú skilur.

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég á við að skilja, átta sig á, fatta. Öðlast skilning á einhverju. Mín skoðun (ath., mín) er sú að heili getur ekki skilið það sem er jafn flókið en hann sjálfur eða flóknara. Þar af leiðandi fá menn guð ekki skilinn, auk þess sem skilningur á guði út frá náttúrufræðilegum forsendum er ómögulegur, enda guð ekki til frá þeirra sjónarhóli.

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki að tala um flækjur. Ég á við að sé guð til og hafi hann skapað okkur þá er hann án efa flóknari (þú skilur?) en mannverur. Ég á vissulega við að maður verði að skilja grunninn til að geta byggt á þeirri þekkingu. Væri heili mannsinns nógu einfaldur til að maður gæti skilið hann gætum við ekki skilið hann hvort eð er. Við höfum ekki öðlast fullkomna þekkingu á okkur sjálfum, svo að guð sem viðfangsefni er okkur vissulega ofaukið.

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
2) Líklega getum við ekki skilgreint réttlæti út frá samlíkingum. Þess vegna reyndi ég það upphaflega útfrá afleiddri röksemdafærslu. Með “æðsta stigi” á ég við manneskju sem ekki býr í vottur ranglætis. Annars finn ég ekki hvaðan þú hefur tilvitnanir mínar í “klisjur” og hvar ég geng út frá almennri skoðun sem vísri. 3) Með fullkomnum skilningi meina ég að hafa skilið eitthvað til fulls, sé það á annað borð mögulegt.

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Maðurinn er ekki nógu gáfaður til að skilja sjálfan sig, það væri þversögn. Því ætti hann þá að skilja eitthvað sem er flóknara en hann og æðra honum? P.s. þetta er gömul færsla en sígilt umræðuefni.

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
1) Ég var hreint ekki að því. Ég bjó til samlíkinguna sem hreina pælingu. 2) Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort manndráp sé undir nokkrum kringumstæðum réttlætanlegt. Segjum sem svo að guð sé til ásamt himnaríki og sál vor banki þar á dyr eftir að hafa drepið mann í sjálfsvörn. Er það réttlætanlegt? Ég sé fyrir mér að maður fullkomins góðlyndis og hjartahlýju (og er það ekki hæsta stig réttlætis og siðferðiskenndar) léti frekar drepa sig en drepa aðra, þótt í sjálfsvörn væri. 3)...

Re: Örvhent fólk

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ef maður skrifar með vinstri hönd á latneska vegu með blekpenna eða blýanti rennir maður hendinni yfir það sem rétt í því var skrifað og gerir það þar með ólæsilegt. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að sjónarmið örvhentra hafa ekki hlotið mikla athygli.

Re: fartölva!

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ekki í BT. Annars er þetta undir þér komið, hvaða áherslur þú hefur ofl. Láttu mig vita hvað þú ætlar að nota hana í og ég get bent þér á hvað þú ættir að leita eftir.

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sjáið til ríkjum sem er stjórnað vel, samkvæmt aðstæðum hverju sinni, þau ríki komast frekar af. Og þar af leiðandi lifa lög og hefðir samfélagsins í gegn um afkomendur, á meðan önnur samfélög hrynja og gleymast með öllu. Við þekkjum vel að það hefur sjaldnast talist líklegt til árangurs ef samfélög leyfa manndráp eða þjófnað innan eigin samfélags. Slíkt er augljóslega heimskulegt, og stuðlar að hruni samfélgasheildarinnar. Vera má að það hafi verið til slík samfélög sem voru ekki andsnúin...

Re: Um manndráp

í Heimspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég verð að segja að það er erfitt að hrinda þeirri röksemdafærslu (þótt ég sé ekki hlynntur morðum). Þó verð ég að benda á að viðhorf til morða hafa breyst. Til forna var fólk myrt af ástæðum sem nú til dags væru álitnar fáránlegar. Nú til dags eru morðingjar yfirleitt í annarlegu ástandi eða hreint og beint geðveikir. Þar má greina vissan mun. Að álíta morð rangt er grundvöllur fyrir því að samfélag legst ekki í eyði en viðhorf manna til kynlífs hefur afar lítil áhrif á framferði...

Re: Harður diskur.. vandamál

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Reyndar rétt, enda ekki verið að lesa ójöfnur heldur segulsvið. Til þess þarf ekki snertingu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok