Auðvitað hefur málið breyst. Smáar sem stórar breytingar hafa átt sér stað í gegnum tíðina, eins og þegar Z var afnumin úr íslenskri tungu á síðustu öld, ef mig misminnir ekki. Forðum alda gerðust slíkar breytingar án þess að spornað væri við þeim. Maður á ekki að sporna við slíkum breytingum, heldur skal maður upplýsa fáfróða um rétt mál. Þeir verða að vita að þeir séu að skrifa vitleysur. Svo er undir greind þeirra komið hvað þeir gera í málunum.