Mjög góður bíll og á góðu verði en þó að mér líki oftast mjög vel við Toyota þá er ég ekki ánægður með nýja MR2-inn og Celicuna. Bæði góðir bílar með góðri fjöðrun en vantar upp á kraftinn. Ég er mun hrifnari af 2nd Gen MR2 sem er æðislegur bíll en lítt þekktur hér á Íslandi vegna þess að það er mjög lítið af þeim hérna (hef aðeins séð einn). Sá bíll hefur mun meira pláss, góða fjöðrun og fullt af krafti. 200-250hp fyrir turbo útgáfurnar. Ég vona að Toyota muni laga þetta kraftleysi með...
Hvaða hálviti kom þessu í hausinn á þér? Það er ekkert svakalegt álag á vélinni þegar verið er að dyno testa bíl og ef að þú færð Air/fuel ratio mælingu með dyno þá geturðu séð hvort vélin er að vinna rétt eða ekki. Er einhver hérna sem getur gert þetta fyrir mann? Dyno og A/F mælingu. Þessi lýsing á frekar við það að tjúna aftermarket tölvu fyrir bíl( þá meina ég ekki piggyback eða chip). Það tekur á að finna út hvar sé best að hafa redline-ið. :)<br><br>Fenix
Þap er mjög erfitt að ná sömu áferð og er á orginal lakkinu með því að bletta. Ef að það er gert með pensil verður áferðin allt önnur. Ef að þetta er gert almennilega með góðum grunni og sprautaður með lakki og glearcoat(glærlakk) á eftir þá ætti áferðin að verða mjög svipuð. Ég ætla að gera smá tilraun með að bletta eftir að ég er búinn í prófunum. Keypti mér svona spray kit fyrir model og ég ætla að prófa að bletta bílinn með því. Spurning hvernig það kemur út.<br><br>Fenix
Það tekur því örugglega ekki að heilsprauta hann. Kostar frá svona 200 - 400þ. Þú getur kannski látið sprauta part af bílnum ef að þetta er á einum stað en annars er það bara að pússa og bletta að mínu mati. Það getur komið ágætlega út en fer eftir li lakksins og hvernig það er gert.<br><br>Fenix
Það er víst einhver gaur sem er með söluleyfið fyrir Magnecor á Íslandi en hann er ekki farinn að selja þannig að, Nei! Kauptu bara af netinu.<br><br>Fenix
Það væri nú frekar fáránlegt ef þau væru fest með klemmum, þá væri mun auðveldara að ræna bílum. Það eru örugglega skrúfur á bakvið spjöldin.<br><br>Fenix
Það er ekki ólöglegt ef þetta er haldið uppi á kvartmílubrautinni en ég efast um að kvartmílumönnum sé sama um svona “hitting”. Ef að þetta yrði haldið þá myndi ég pottþétt mæta.<br><br>Fenix
Right, það stendur á heimasíðunni að það þurfi ekki að tengja þetta við neitt. Notar þetta þá bara þyngdarhröðun til þess að mæla kraft bílsins?<br><br>Fenix
Ég stórlega efast að þetta sé að fara að gerast og ef að þetta gerist þá er ég ekki viss um að það yrðu haldnir “Trackdays” á henni nema fyrir morðfjár.<br><br>Fenix
Þetta er bæði það fyndnasta og það sorglegasta sem ég hef lesið lengi. Hversu andskoti heimskt getur fólk verið? Að tengja sandblásara við intake-ið og láta sandinn fara í gegnum túrbínuna og vélina er ekkert nema pure stupidity! Vá, það eru 75.000 manns búnir að lesa þetta og þetta er á nánast hverju einasta bílaspjallvef. <br><br>Fenix
Ertu kannski að spá í MoTec, það eru snilldar tölvur en samt frekar dýrar. Hvað ertu að spá í að fá þér og hver ætlar að stilla hana fyrir þig?<br><br>Fenix
Hehe, svo var hægt að fá 5th gen ST Celicu sem var með 1,6 Lítra 4A-FE vélinni. Heil 106 hp. Ég býst við að þú sért þegar búinn að finna www.celica.net sem að er einstaklega góð Celica síða. Ætlarðu að fá þér nýja tölvu eða bara chip?<br><br>Fenix
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..