Þetta sama kom fyrir mig um daginn… ég var dauðþreytt en sama hvað ég reyndi gat ég ekki sofnað. Um 6 leytið hugsaði ég “what the heck, ég vaki bara alla nóttina…” Svo ég fór bara ekkert að sofa og vakti líka allan næsta dag til að snúa ekki sólarhringnum við. Planið mitt virkaði, því næsta kvöld rotaðist ég um leið og ég lagðist á koddann.