nei, það er engin trygging fyrir að hárgreiðslustofur geri alveg rétt, en góð hárgreiðslustofa á að gera rétt og ef liturinn kemur kolvitlaust út er alltaf hægt að biðja um peningana aftur eða fara eitthvert annað (þ.e. ef maður lætur bjóða sér lélega þjónustu). Með suma liti, allavega ljóst hár, tekur það hárið tíma að verða eins og maður vill það. Það er fyrst ekki alveg réttur litur en hann á að lagast eftir viku eða kannski aðeins meira. Svo er líka alltaf auðveldara að dekkja hárið...