Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fasisti
Fasisti Notandi frá fornöld Kvenmaður
668 stig
Áhugamál: Sci-Fi, Deiglan, Myndlist
Allt sagt með hálfri virðingu.

Re: Digital Ísland

í Deiglan fyrir 20 árum
jú, það skiptir nú ekki öllu máli með endurröðunina. Ég bara var búin að leggja á minnið hvar flestar stöðvarnar voru á gamla afruglaranum. Ekkert big deal samt, mér finnst bara betra að hafa þetta eins. heh

RE: LOLLOL

í Hugi fyrir 20 árum
hvað í fjandanum er með þennan hund? eða hvað sem þetta er.. :P

Re: Digital Ísland

í Deiglan fyrir 20 árum
endurraðað í sambandi við hvað? Það er búið að endurraða stöðvunum einu sinni, en þegar við searchum aftur ruglast öll röðunin og allt verður eins og í byrjun. Það er pínulítið fúlt.

Re: Fjölskyldan mín í SiMs 2!

í The Sims fyrir 20 árum
já ég skil, ég skal ekkert spyrja frekar út í það. :)

Re: Aflitun ?

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
allavega með ljósa litun, meinti ég.

Re: Aflitun ?

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
nei, það er engin trygging fyrir að hárgreiðslustofur geri alveg rétt, en góð hárgreiðslustofa á að gera rétt og ef liturinn kemur kolvitlaust út er alltaf hægt að biðja um peningana aftur eða fara eitthvert annað (þ.e. ef maður lætur bjóða sér lélega þjónustu). Með suma liti, allavega ljóst hár, tekur það hárið tíma að verða eins og maður vill það. Það er fyrst ekki alveg réttur litur en hann á að lagast eftir viku eða kannski aðeins meira. Svo er líka alltaf auðveldara að dekkja hárið...

Re: Digital Ísland

í Deiglan fyrir 20 árum
það var búið að gera þetta og Skjár 1 náðist, en þá virkaði ekki að horfa á video. Afruglarinn var þá kominn á Myndbandsstöðina. Það er samt eitthvað hægt að stilla það held ég. Mér finnst samt soldið vitlaust hjá Skjá 1 að vilja ekki vera inná Digital. Út af öllu þessu veseni á það líklega eftir að minnka áhorf.

Re: Digital Ísland

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
oh… asnans. Ef skjár 1 kemur ekki inná Digital er ekki hægt að horfa á það (hjá okkur allavega) af því allar stöðvar nema afruglarastöðin, eru alveg tómar núna eftir að við fengum digital afruglarann. Ég hef líka tekið eftir að Digital er aðeins á eftir hinum útsendingunum. Skiptir ekki öllu máli, en skondið er það…

Re: Digital Ísland

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Á mínu heimili vorum við með gamlan afruglara og skiptum honum svo út fyrir Digital Íslandið. Sem betur fer höfum við alltaf haft loftnet svo þetta virkaði nokkuð vel. Það kom líka hjá mér, en aðeins á nokkrum stöðvum, þetta með að Smart card væri vitlaust sett í. Skjár 1 hefur samt aldrei komið inn á afruglarann og við höfum “searchað” alveg þúsund sinnum en stöðin finnst bara ekki. Þá þarf að tengja framhjá afruglaranum og vesen. En þá getum við ekki notað myndbandstækið. Og hvað er með...

Re: Til allra!

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég vil bæta við að þetta er frábær grein og hún á heima í Morgunblaðinu. Þá myndu þessir öfgafeministar kannski skilja hvað þær eru óþolandi og gera ekkert annað en að leggja vont orð yfir alla feminista.

Re: Til allra!

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er feministi og ég styð baráttu kvenna um jafn há laun og karlmenn og svoleiðis. En mér finnst óþarfi að fara út í öfgar. Ég styð samt ekki að kvenfólk eigi að taka allt vald og banna ákveðin tónlistarmyndbönd og sjónvarpsefni. Margir misskilja líka hinn venjulega feminista. Þar sem konur vilja vera jafn hátt settar og karlmennirnir. Svo eru alltaf til öfgafeministar. Ég get samt ekki kallað þetta fólk öfgafeminista, heldur hreinlega karlhatara.

Re: Feministi í skólana

í Skóli fyrir 20 árum, 1 mánuði
kynjum* en whatever :P

Re: Feministi í skólana

í Skóli fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú setur svartan blett á orðið feministi. Ég er feministi, en ég týnist ekki í geðveiki og karlahatri. Það er gott að berjast fyrir kvenréttindum og jafn háum launum hjá báðum kynum, en þú ferð langt yfir strikið.

Re: Fjölskyldan mín í SiMs 2!

í The Sims fyrir 20 árum, 1 mánuði
Skemmtileg saga. Mig langar að kaupa Sims 2. Það er svo miklu meira hægt að gera í honum. En af hverju viltu ekki segja nöfnin á fjölskyldunni?

Re: Donnie Darko

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég man aðallega eftir að myndin var oft mjög blá.

Re: Donnie Darko

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég sá þessa mynd fljótlega eftir að hún kom á myndband. Þá var ég 12 ára og fannst hún leiðinleg og ég skildi ekki mikið í henni. Ég ætla bara að sjá hana fljótlega aftur. Ég er núna farin að horfa meira á góðar myndir heldur en áður.

Re: Skák Er ekki ÍþróTT!!!!

í Skátar fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú ert með mjög skemmtilega undirskrift :)

Re: Skák Er ekki ÍþróTT!!!!

í Skátar fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég veit nú ekki af hverju þetta er Grein og inná Skátar. En mér finnst skák ekki vera íþrótt. Þetta er bara eins og hvað annað spil.

Re: Aflitun ?

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú ert að taka svolitla áhættu með að aflita hárið úr pakka. En ef þú vilt kaupa lit sjálf er betra að fara í apótek, því afgreiðslufólkið þar veit oft meira um hárliti og alls kyns heldur en fólkið í Hagkaup. Þú getur bara spurt út í aflitun, og ef þau segja að það sé ekki öruggt að hárið verði eins og þú viljir hafa það, þá skaltu frekar fara á hárgreiðslustofu. Þessir heimalitir og -aflitun fara frekar illa með hárið, en aðallega ef þú ætlar að lita það aftur og aftur. Efnablandan sem er...

Re: *súpermódelin* í dag

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er líka svona aðeins of grönn. Ég hefði ekkert á móti því að vera nokkrum kílóum þyngri. Það er bara eitthvað í tísku núna í súpermódelaheiminum að vera of mjó. En svo eru alltaf til fyrirsætur í heilbrigðri þyngd. Eins og t.d. Tyra Banks eins og einhver sagði. Marilyn Monroe var ein þykkasta fyrirsætan, samt var hún mjög vinsæl hjá körlunum. Ef þú ert eitthvað að spá í hvað strákarnir vilja, þá eru það ekki svona geðveikislega mjóar stelpur. Ég er nú ekki strákur en ég veit að flestir...

Re: tíksa

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
er “tíska pístka” það eina sem stendur hér, eða er það bara ég?

Re: Hvar fær maður Skotapils?

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
já ég tók eftir því, en það er líka hægt að byrja á pilsinu þar sem það er hápunkturinn í búningnum. Og það er mjög auðvelt að sauma flest pils. En ég veit ekki hvað þú getur gert með afganginn af búningnum. Bara bíður eftir fleiri svörum :)

Re: vó

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
já, en það er hægt að finna fullt af myndum á netinu. Ef þú ferð inná Google og sérð mynd þar máttu alveg taka hana án þess að vera settur í steininn.

Re: Stelpur vs. Stelpur

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
það er bara erfiðara ef maður gerir það erfiðara! (að vera stelpa)

Re: Stelpur vs. Stelpur

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
það er mikið til í að stelpur geti verið alveg ótrúlega andstyggilegar. Vinkona mín var lögð í einelti í gestabók á fólk.is síðu einni. Það var verið að segja alls kyns ömurlega hluti um hana. Ég ætla samt ekki að nefna nein nöfn eða heimasíðuna sem þetta gerðist á. En hvað meinti þessi stelpa sem er með þér í bekk með orðunum: “Þú veist ekki hvernig það er að vera stelpa.” Heldur hún að það sé skylda að reyna að vera eins og fræga, flotta fólkið á MTV? Ég held að það sé ekkert erfiðara að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok