Jebb, það var pælingin. ^^ Ég var samt ekki með þennan merka banana fyrir framan mig þegar ég teiknaði myndina svo hann er soldið mikið öðruvísi :P http://www.students.stedwards.edu/crossi/banana.jpg Annars kýs ég að kalla þetta Andy Warhol bol.
Ég á hana líka á spólu! ^^ Samt ekki keypta, held tók ég hana upp einhverntíma fyrir langa langa löngu. Það er ekki svalt, miklu betra að eiga myndina á DVD :) Bætt við 11. desember 2006 - 02:05 heldur* o_O
Þetta er ekki beint óskiljanlegt, en það er hægt að ruglast á þessu. Ég er nefnilega svo vön því að textinn sé fyrir neðan myndir :P Kannski væri gott að setja tvípunkt fyrir aftan textann?
Það truflar mig eitthvað að textinn er fyrir ofan myndirnar í yfirlitinu… Ég var næstum búin að kjósa banner 6, þegar ég ætlaði að kjósa banner 5. En kannski er það bara ég sem er ljóska.
Ég veit hvað þetta þýðir, en af hverju skrifar fólk þá ekki bara “hvíl í friði”? Mér finnst þessi skammstöfun bara vera leti og óþarfi. + Við erum á Íslandi. Ég meina… R.I.P. er eitthvað sem maður sér á legsteinum í teiknimyndum.
O_O Ég geri það líka! Stend upp bara til að standa upp. Hvort sem ég er að tölvast, teikna, horfa á sjónvarp eða læra. Það er meðal annars þess vegna sem ég er svo lengi að öllu… *andvarp*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..