Jú, ég geri mér fulla grein fyrir því að smekkur okkar manna er áunninn um allan heim. Til að mynda má segja að Afríkumaður, sem alist hefur upp við aðeins ávexti og kjöt myndi fussa og sveia yfir draslinu sem okkar lýður setur ofan í sig á hverjum degi. Það sama á við um útlit. En þetta var ekki það sem greinin á við. Af hverju mynduðust þessar skoðanir til að byrja með? Okkar skoðanir mótuðust og enn mótast af samfélaginu af því að samfélagið mótaði skoðanirnar. En af hverju?