Ó guð, af hverju þarf líf mitt að vera svona? Af hverju ég? Mamma er stjórnlaus í stofunni. Brothljóðið fyrir hálftíma bendir til þess að vasinn sem ég erfði eftir pabba er brotinn. Barsmíðarnar, hrópin, drykkjan, lyfin, gráturinn og hláturinn ætla aldrei á enda að taka. Svona er þetta á hverri helgi. Þegar mamma drekkur, semsagt. Ég er löngu orðin vön þessu. Maður lokar fyrir sársaukann smátt og smátt. Líkamlega sársaukann þar að segja. En andlegi sársaukinn hverfur aldrei. Aldrei....