Hérna koma tvö ljóð eftir mig. Þið verðið að afsaka bragháttinn og skort á stuðlum og höfuðstöfum. Frosti kulni bolabítur. Ólýsanlegur stingandi kuldi, tærnar án efa frosnar í hel. Auk þess er ég að deyja úr sulti, en af einhverjum ástæðum hungrið fel. Pissublaðran er alveg að springa, en ég þori ekki að færa mig. Því frosið hefur milli klofs og fingra, hlandið verður bara að eiga sig. Nef mitt er orðið aumt og rautt, af því sultardropar drjúpa. Allt er klaki sem áður var blautt, úti krunkar...