Mig langaði bara að benda fólki á nýja síðu sem er nýlega búin að opna, en á henni hafa nokkrir aðilar tekið saman opinberar upplýsingar um hundabúið á Dalsmynni og sett á einn stað. Þessir aðilar eiga heiður skilið fyrir virkilega þarft framtak og vel unna síðu. Þarna er BARA staðreyndir og hægt er að sjá allar heimildir um leið og maður rennir yfir þessa fáranlegu sögu um afhverju svona hvolpaframleiðsla fær endalaust að viðgangast í siðmenntuðu landi, eins og við viljum telja okkur trú um...