Þó þú fáir 5 á prófi í MR þá segir það engan veginn hversu mikið þú kannt af efninu. Þú gætir hafa verið duglegur að læra allan veturinn og kannt efnið 90 % þó þú fáir ekki nema 6 á prófinu… Prófin í MR eru erfið og fara jafnan út fyrir nákvæmt námsefni vetrarins. Þetta er gert vegna þess að ef að allir fengju 9 á prófum þá er ekki hægt að taka mark á því hverjir eru betri en aðrir. Þess vegna eru prófin höfð mjög erfið og því er hægt að sjá hverjir skara mjög fram úr.