Ókei, hugsum okkur frekar einhverja aðra sögn en “að kaupa” t.d. “að hlaupa”. Ef einhver segir “hlauptu” þá skiptir það í rauninni engu máli hversu hratt eða langt viðkomandi hleypur. Hann hleypur óháð öllu öðru. Sömu sögu má segja um “að kaupa”. Ef einhver segir “kauptu” þá skiptir það engu máli hvað þú ert að kaupa. Þú kaupir óháð öllu öðru. Þú getur einnig sagt “ég hleyp”. Það er fullgilt og segir nákvæmlega hvað þú ert að gera. “Ég kaupi” segir einnig nákvæmlega hvað þú ert að gera. Það...