Ef ég drep einhver er ég ekkert skárri en morðinginn. Maður svarar ekki illu með illu, auga fyrir auga- lögmálið úreltist með mömmu þinni. Það er einfaldlega rangt að taka líf einhvers, hvort sem það er dýr eða maður. Svo er eitt sem mér finnst þú sjá algerlega röngum augum. Hver segir að dauðinn sé endilega einhver refsing? Ef einhver skaðar einhvern sem ég elska vil ég ekki að viðkomandi sleppi bara sísvona. Að deyja er í rauninni engin refsing, það mun ekki vekja neina umhugsun og hvað þá...