Af snöru.is; Þykk súpa, gerð úr seyddu rúgbrauði, stundum blönduðu afgöngum og skorpum af öðru brauði, vatni og sykri og oftast bragðbætt með sítrónusafa. Súpan er borin fram heit með þeyttum rjóma og var mikið borðuð sem eftirmatur hérlendis áður fyrr en er nú fremur sjaldséð. Brauðsúpa með rjóma 250 g rúgbrauð, vatn, 1 dl rúsínur, ½ sítróna, skorin í sneiðar, ½ dl sykur, 2½ dl rjómi Brauðið skorið í bita og sett í pott ásamt svo miklu vatni að fljóti vel yfir. Látið liggja í bleyti nokkra...