Algjörlega sammála, kauptu þér upptökutæki, semdu lög, útsettu þau og taktu þau upp. Ég byrjaði að spila á gítar svona 13 ára, lærði fyrst einhverja “slagara” og svo fór ég að semja lög sjálfur, keypti mér 4ra rása kasettutæki og síðan hljóðnema, bassa, trommuheila, hljómborð osfrv. Það er einhver gaur hérna á Huga sem er búinn að vera að reyna að losa sig við Boss upptökutæki fyrir ekki mikinn pening, kauptu þau eða eitthvað sambærilegt og farðu bara að búa til tónlist.