Metallica dóu með svörtu plötunni, þeir einfölduðu lögin sín til að ná til fjöldans, gott mál ef að eitt aðalsmerki þeirra hefði ekki verið skiptingarnar og taktvinnslan, allt varð svona 4/4 hjá þeim og við það dóu þeir, fyrir mér amk. Synd reyndar því ef þeir hefðu haldið sínu striki með viðbót almennilegs upptökustjóra þá er aldrei að vita nema þeir væru stærstir af öllu stóru í dag, en þeir seldu sig semsagt. Ég var ekki að sjá að það skipti neinu máli hver spilaði á bassa í Metallica,...