Ég átti Squier Strat fyrir slatta af árum, hann hljómaði ágætlega, ég barði trommarann minn með honum og báðir brotnuðu, þá henti ég gítarnum en hélt trommaranum. Eini gítar sem ég hef átt sem hljómaði virkilega illa var Yamaha gítar úr plasti, ég seldi einhverjum fávita hann sem málaði á hann Zebrarendur, þá hljómaði hann illa og var líka ljótur. Ég hef átt Fender Stratocaster, Gibson Explorer, Rickenbacker 330, og fullt af allskonar druslugítörum, mér fannst þeir flestir svipað ágætir...