Ég held að Gibson séu hættir að framleiða svona Les Paul standard faded, þeir voru aðeins ódýrari en þessir lökkuðu en það er ennþá hægt að fá þá í gegnum netverslanir og sennilega í einhverjum búðum erlendis, Rín hafa tildæmis aldrei flutt þessa Gibsona inn en ég sá að þeir eru komnir á verðlistann á netsíðunni þeirra núna og kosta rétt rúmlega 200.000 Það er fifties neck á mínum, þá er ummálið á hálsinum meira eins og á kassagítar heldur en tildæmis á gítörum sem eru hugsaðir fyrir metal,...