Þýska mannætan fundin sek um morð Þjóðverji, sem viðurkenndi að hafa myrt mann, sem hann kynntist á netinu og lagt sér hluta af honum til munns, hefur verið fundinn sekur um morð. Maðurinn var áður fundinn sekur um manndráp, en þýskir saksóknarar kröfðust þess að réttað yrði í málinu að nýju. Armin Meiwes, sem er 44 ára, var einnig fundinn sekur um óviðurkvæmilega meðferð á líki og dæmdur í ævilangt fangelsi. Lögmenn Meiwes höfðu krafist þess að hann yrði sakfelldur fyrir að valda dauða að...