Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

EdalLogi
EdalLogi Notandi frá fornöld 52 ára kvenmaður
190 stig
Skógarkettir.tk

Re: Aldur?????

í Kettir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er algengara að læður byrji að breima strax við kynþroskaaldur sem er 6-8 mán. Þó eru sumar læður seinni til og breima ekki fyrr en eftir 10 mán. - Til eru líka læður sem breima það hljóðlega að ekki er gott að segja til um hvort þær séu að breima nema þá maður sérstaklega taki eftir sérstökum einkennum sem eru ekki hennar daglega hegðun. Hún gæti orðið meira kelin og félagslyndari. Stundum eru þær jafnvel listalausari eða láta sig hverfa út óvanalega lengi. Það er svona eitt og annað...

Re: Læða

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Fór aðeins út fyrir efnið ! 1. ætti ekki að verða ófrjó 2. getur tekið lengri tíma að frjógvast því lengur sem hún er á pillunni mælt með að læðan sé látin breima einu sinni áður en hún er pöruð. 3. ekki gott að para læðu sem er í lélegum holdum, nauðsynlegt að undirbúa læðuna á kettlingafóðri sem er fitumeira en venjulegt fóður bæði fyrir og meðan á meðgöngu stendur.

Re: Læða

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ef ykkur langar í got mundi ég undirbúa læðuna vel. Mæli með að þið gefið henni kettlingafóður til að fita hana dáltið. Nú veit ég ekki hversu stór kisa þetta er en ég skýt á að meðal þyngd hjá læðu sé ca. 3.5-4.0 kg. Ekkert verra að fara með hana í heilsufarsskoðun hjá dýralækni ef það hefur aldrei verið gert. Þá fáið þið fagaðila til að skera úr um heilsufarsástandið á læðunni. Meðgangan tekur á læðuna svo hún þarf að vera við góða heilsu. Í kringum breimaperioduna verður læðan mjög kelin...

Re: Læða

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Í goti geta komið allt frá 1 kettling upp í 10 kettlinga :)- Svona að meðaltali mundi ég segja að læða eigi ca 3-5 kettlinga í goti (nokkuð breið tala:). Best er að hafa læðuna ekki of lengi á pillunni enda óþarfi að láta hana vera sífellt að gjóta kettlingum og mun betra að taka hana þá úr sambandi. Ætli maður hins vegar að “rækta” kettlinga (húsketti) þá er mælst til að læðan eigi ekki meira en þrjú got á ári. Að mínu mati eiga húskattarræktendur að hafa það sama að leiðarljósi eins og...

Re: Bogfrymlasótt - og áhætta fyrir vanfærar konur

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já þú segir nokkuð - það vantar einkenni þeirra sem smitast. Ég þekki þau ekki sjálf - Kanski einhver þekki það betur sem les þetta ??

Re: Kettlingafull....?

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
læður breima oftast viku til 10 daga. Ef þú fylgist með spenunum á henni fer að sjá á þeim bleikan lit eftir ca. 4 vikur. Til að vera viss getur þú farið með hana milli 4 og 5 viku - talið frá þeim degi sem hún hætti að breima.

Re: Innflutningur á köttum-hvað kostar?

í Kettir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er um 170 þús. sem það kostar leyfið, einangrunin og beint flug frá helstu Evrópulöndum. Ofan á það bætist svo kostnaðarverð kattarins. Þú getur haft samband við Kynjaketti og athugað hvort þeir geta komið þér í samband við þá aðila sem hafa verið að flytja inn.

Re: Hvað get ég gert til að foreldrar mínir treysti mér meira og leyfi mér meira?

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það að vera foreldri og takast á við unglingsárin getur verið jafn erfitt og stundum erfiðara heldur en að vera unglingur… Fullorðnir sjá heiminn út frá sínum viðmiðum, þeirra reynsla, þeirra hugmyndir um lífið, osfrv. - Enn unglingurinn gerir það líka, hann hefur sín viðmið, sína reynslu osfrv. Það getur verið erfitt að koma á jafnvægi hér á milli - að báðir aðilar geti sett sig í spor hins og reynt að skilja viðmið og hugmyndir hvors annars. Ef börn og foreldrar mögulega geta sest niður og...

Re: HJÁLP! SÍMÍGANDI KETTLINGUR!

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú getur fjölgað bölunum …Hún gæti verið að komast á hormónabreytingar sem tengjast kynþroskaskeiðinu. Ath! læður geta byrjað að breima 5-6 mán. Hún gæti líka hafa verið kasavaninn rangt og hugsanlega verið sóði ?? Enginn patent lausn til - maður verður bara að prufa sig áfram með hvort til séu lausnir ef ekki gefst maður oft upp á endanum því það er kvimleitt að vera með húsdýr sem ekki er húsum hæft.

Re: að flytja með kisur.

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú verður að halda þeim inni þar til þær eru farnar að fullvenjast nýja heimilinu. Smám saman prófar þú þig áfram og ég mundi fyrst taka þær út í beisli á meðan þær eru að kynnast nýja umhverfinu úti. Það er mjög einstaklingsbundið hvað þú getur þurft að halda þeim inni lengi. Oftast 4-6 viku

Re: Þunglyndur köttur

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hann hefur etv. verið tekinn allt of snemma frá mömmu sinni og systkynum. Ef þú veist hvaðan hann kom mundi ég leita skýringa þar. Ef þú veist ekki hvaðan hann kom er allt óljóst um líf hans fram til 8 vikna sbr. marga kettlinga sem lenda á vergangi mjög ungir. Sumir kettir eru líka mjög málglaðir og hafa mjög gaman af að spjalla svo þú þarft að gera greinarmun hvort um óánægju tón er að ræða eða bara hvort hann sé málglaður. Prófaðu að fara með honum út, taka hann í göngutúra og ef aðstæður...

Re: Hjálp!!!!!!!!!!!

í Kettir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað varðar feldinn mundi ég prófa að gefa honum B-vitamin. Bara hreint B-vitamin sem fæst í apótekum, setja það í smjörklípu og láta hann gleypa í ca. 5-7 daga. Endurtaka svo kúrinn eftir 14 daga aftur - Ef þú kýst frekar er hægt að fá þetta í sprautum hjá dýralækni …Mér hefur líka fundist skin og hair frá Royal Canin vinna vel á móti feldlosi. Ég hef ekkert gott ráð fyrir sandinn nema þá að vera með lokaðan bala með þaki og setja mottu fyrir framan sem auðvelt er að sópa - þeim finnst oft...

Álit mitt á greininni !!!

í Kettir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já þetta hljómar allt ofurskynsamlega og mjög jákvætt !! Auðvitað vitum við frá því sem fjölmiðlar greina frá að í Kattholti dvelja hundruðir katta sem lent hafa á vergangi vegna vanhirslu. Við heyrum hryllingssögur af köttum sem læstir eru í bíl á víðavangi - NB ! því var þessu fólki falið umsjá katta sinna eftir fyrri vanrækslu ?? En hvað með okkur öll sem hirðum um kettina okkar ? - Borgum nú þegar þúsundir í heilsufarskostnað árlega - “fæðum og klæðum” dýrin okkar eins og þau væru börnin...

Re: Re:

í Kettir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já 15 þús finnst mér líka dágóð upphæð. Ég er ekki sjálf búin að átta mig á hvernig þeir ætla að framfylgja þessum lögum um skráningu. Var sjálf með pælingar hér fyrr á árinu um reglur og kattarhald og var í forvitni að taka púlsinn á kattareigendum. Eitt af því sem ég hef verið gagnrýnd fyrir hér á huga er sú kenning að skrá eigi alla kettlinga sem fæðast og kettlingaeigendur selji kettlingana sína á kr. 5 þús fyrir bólusetn. - einnig mætti skoða hvort kettlingar yrðu að vera örmerktir...

Re: Kattamatur

í Kettir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í vorblaði Neitendasamtakana kom fram ágætis könnun á dýrafóðri (held þetta hafi verið erlend könnun) Ég á enn eftir að stúdera hana svo ég get ekki frætt þig um niðurstöðurnar en ef þú kemst yfir, að mig minnir síðasta blað neytendasmt. þá mæli ég með því að þú kíkir á það !!! Þar kom mjðg margt á óvart :)<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re:

í Kettir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég tek undir að ég skil ekki alveg niðurstöðu greinarinnar. 1. Sammála að gera þarf kattareigendur ábyrgari f. heimilisdýri/dýrum sínum 2. Hvernig ætla þeir að halda utan um leyfisgjaldið-Leyfisgjaldið situr í mér þar sem ég rek ræktun og er með fleiri en einn kött á mínum snærum 3. Styð það að kettir skulu heilsufarsskoðaðir árlega 4. Styð það að heimiliskettir séu ekki að gjóta í tíma og ótíma og þeir sem eru að gefa kettlinga ætti að bera skylda til að heilsufarsskoða kettlingana og skrá...

Re: Að taka læðu úr sambandi?

í Kettir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bólusetja um 3 mán. og síðan árlega í amk. 4-5 ár Bóluset ekki gömlu kisuna mína árlega lengur. Ormahreinsa má gera strax og þeir fæðast, þá er pillan leyst upp í vatni - Ágætt lyfið sem þú getur keypt út í Apoteki og skýrar leiðb. með því. Sjálf skila ég alltaf af mér kettlingum sem eru bólusettir og ormahreinsaðir þegar þeir fara að heimann. <br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Nú er mér nóg boðið!

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er nefnd sem vinnur að því þessa dagana að koma á lögum um kattarhald. Ég veit ekki mikið um hvað hún er komin langt en heyrði út undan mér að m.a. ætti að setja gjald á kattarhald, svo og örmerkingu og bólusetn. … þetta virðist svona vera það sem nefndin er að skoða … Held það geti samt reynst öllu flóknara að setja lög um kattarhald og velti því m.a. fyrir mér hvort þeir sem ættu aðild að þessari nefnd þekktu eitthvað til kattarhalds …

Re: Vantar ráðleggingar

í Kettir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jamm þetta er dáltið sérstakt … Hann er að tjá sig við ykkur bara spurningin er hvað hann vanhagar um … Gæti verið það að hann kann ekki alveg við sig á nýja staðnum - fer eftir hvað þið hafið á heima þar lengi …Frekar óvanalegt að geltur högni góli … þeir ógeltu eiga það til að breima en ekki geltir … Kanski sér hann eitthvað sem þið sjáið ekki - uuuhh !! Ég mundi satt best að segja reyna að koma auga á hvað vandamálið er halda bara áfram að reyna hitt og þetta sem gæti tengst þessu … svo...

Re: Kynjakatta sýning

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þekkir einhver hér hvort hægt sé að bjóða sig fram sem aðstoð á sýningu ?? - Ef einhverjir vildu kynnast kynjakattarstarfinu og vera með sem aðstoðarfólk ?? - Datt svona í hug að tengja þessa spurningu við auglýsinguna !!!<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Sóttkví í Hrísey?

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fæstir þeir kettir sem ég þekki til hafa fengið deyfilyf. Ég mundi velta því fyrir mér hvort það teldist nauðsynlegt ? Reyndar hafa þeir kettir sem ég þekki til verið að koma frá Skandinavíu svo ferðalagið var ekki svo langt fyrir þá. Nú Hrísey hefur reynst mörgum þeirra sem ég hef samband við ágæt, þ.e. enginn varanlegur skaði á dýrinu. Skylst líka að aðstaðan hafi batnað mikið eftir að nýbyggingin bættist við. Hélt t.d. að dýrin væru í búrum sbr. eins og í Kattholti en þetta eru stórir...

Re: Hjálp!!!

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Lokaðu glugganum eða settu flugnanet í gluggaopið þá færðu enga ketti inn. Það eru engar sérstakar uppeldisaðferðir notaðar á ketti en þú getur reynt að setja kisu í beisli svo hún sé síður í hættu af hinum köttunum. Nema þú viljir gera hana að innikisu … ? <br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Kettir í bandi !

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Gott mál að hafa kisurnar sínar í bandi en svo er það nú þannig að kettir eru einstaklingsbundnir eins og aðrar dýrategundir og sumum hentar alls ekki að vera í bandi. T.d. ein af þeim ástæðum fyrir því að ég valdi mér kött er af því að ég nenni ekki út í hvernig veðri sem er til að viðra köttinn, en það þyrfti ég að gera með hund … ekki satt ? Ég held þetta með ketti og garðaeinelti sé nú dáltið ýkt. Vissulega verða sumir meira fyri barðinu á köttum en aðrir …EN COME ON - Hver segir að þú...

Re: Hugleiðingar um reglur og kattarhald

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sem sagt skil ég Jón þannig sem skrifar f. hönd Eldeyja að þrátt fyrir að greitt sé félagsgj. hjá K.K.Í. þá ættu ræktendur líka að greiða þennan kattarskatt ?? - Svo segjum þá að ræktandi sé með t.d. 4 fullorðna ketti og svo kanski 5 stk. kettlinga (sem þó væru til sölu) - Væri þá ekki orðin ansi mikill kostn. fyrir þá sem rækta ?? Í sjálfu sé að eiga einn kött og greiða af honum gjald, 5000 kr. (veit ekki hvað hundaskatturinn er ) er kanski eitthvað sem hægt er að sleppaa með … En ef þú átt...

Re: Hugleiðingar um reglur og kattarhald

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Almenn pæling um hreinrækt. Mig langar að forvitnast líka og beini því spurn. til Eldeyja … Þið ræktið Persa, ekki satt … Margir kattareig. sem eru að rækta hafa t.d. ekki ketti í lausagang…En hins vegar þeir sem rækta eiga oft líka 2 ketti plús þar sem oft eru fress og læður á staðnum fyrir utan goti sem koma …Mín vangavelta er því sú … fyrst ræktendur greiða gjald til kynjakatta má þá ekki segja að þar með sé þeirra skráningargj. komin ?? Almenn pæling um húsketti Á hinn bóginn er auðvitað...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok