Á meðan lögin í landinu banna ekki lausagöngu katta er því miður ekki hægt að þvinga kattareigengur til að binda kettina sína úti við eða þá að loka þá inni. Auðvitað er alltaf slæmt þegar laus dýr ganga um og skemma. Alveg sama hvort um ræðir ketti, kindur, hross, mýs eða önnur dýr. Það vill nú svo til að þrátt fyrir ströng lög um lausagöngu hunda eru ófáir eigendur þeirra sem ekki ganga um með hundana sína í bandi og þar af leiðandi eru útivistasvæði eins og göngustígar borgarinnar alls...