Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

EdalLogi
EdalLogi Notandi frá fornöld 52 ára kvenmaður
190 stig
Skógarkettir.tk

Re: Borðar bara ekki neitt...

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hann sýnist nokkuð ungur og þá mundi ég ekkert vera að kippa mér upp við smá dynti. Á meðan hann nærist og er hraustur þá kemur hitt bara af sjálfu sér. Ég tek undir með þeim ráðum sem þú fékkst frá basil. Um að gera að gera þá ekki matvanda en sumir kettlingar eru dyntótari en aðrir.

Re: Baða Ketti

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er nú óþarfi að baða ketti nema þá ef þeir eru mjög skítugir. Sumir baða þá líka ef flóabit verða algeng á heimilinu þá getur skolast af þeim heill hellingur af flóm. Held að einu kettirnir sem eru baðaðir reglulega séu persarnir en svo getur verið að fólk taki þá aðalega í gegn fyrir sýningar.<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Klórubretti

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég mundi ekki klóklippa kött sem gengur úti….samt álitamál…. Hins vegar eru oft brettinn frekar lítil og klórustaurar virka gjarnan betur. Eitthvað sem þeir geta klifrað í eða teygt sig upp í……Þær (kisurnar) vilja oft stærri staura frekar en þá minni. Staurarnir eru reyndar frekar dýrir en ef þú fjárfestir í þeim á kattasýningu færðu 30% afsl. Mínar kisur elska teppi og var ég lengi með teppabút úr grófu teppi sem lá á gólfinu og þær klóruðu í það vitlausar !!! Nú ég nota líka capnip til á...

Re: Hormónasprautur!

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þær geta virkað mjög mismunandi á högnana. Veit um dæmi þar sem þetta virkaði mjög vel og entist þá ca. 2 mánuði. Á meðan hætti fressinn að spreyja og róaðist til muna. Hitt dæmið var akkúrat öfugt sprautan virkaði fyrst í mánuðu en í seinna skiptið einhverja daga. Hormónasprauta getur haft áhrif á frjósemi hans. Ég mundi leita álits dýralæknis, sumir eru algerlega á móti henni en aðrir telja þetta vera í lagi.<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Persar?

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hef enga sérstaka skoðun á persunum. Mér finnast þeir ósköp krúttlegir en ekki alveg mínar týpur. Svo svona til að aðeins að stríða persaræktendunum sem kíkja hér inn á huga þá kíktu endilega á heimasíðu norskra skógarkatta á www.i-love-cats.com/meow/nfo Þó það væri nú ekki nema bara að kíkja á sætar kisur !! :)

Re: Er hann orðinn villiköttur?

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú hefðir átt fyrir löngu að láta gelda hann !! Það hefur ekkert upp á sig að vera að með hann ógeldan ef hann er svona erfiður. Eins og hér hefur svo oft komið fram þá er þeim engin skaði gerður þó þeir séu ógeldir vitna í góða grein sem var skrifuð hér á huga um ófrjósemisaðgerðir. Þetta er lítil aðgerð kostar um 5000 þús að mig minnir (u.þ.b.)og kisi jafnar sig á tveimur dögum.<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Kettlingaumræða.

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég held það sé misskilningur hjá þér að fressinn sé of gamall til að gelda. Það er betra að gelda þá fyrr en seinna en þú getur látið gelda fress þó hann sé yfir 10 ára eða það sagði mér dýralæknir þegar ég var að spyrjast fyrir um þetta. Læðuna má gelda hvenær sem er líka en betra að hún sé ekki of lengi á pillunni því hún er krabbameinsvaldandi. Það sem gerist frekar hjá fullorðnum fress við geldingu er að hann þarf aðhald í mat því þeim hættir til að feitna úr öllu hófi …samt alhæfi ég...

Re: Mitt fyrsta got !!!

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jú þeir eru æðislegir !!! Tveir þeirra eru að opna augun en því miður hefur gengið meira treglega með þann þriðja hún er enn allt of smá, þyngist ósköp illa, tekur ekki spena og ég þarf því að gefa henni á 3 tíma fresti. Sem betur fer á ég góða að sem hafa komið heilshugar inn í dæmið og hjálpað mér því eins og margir er maður bundin í vinnu á daginn og ekki komin í sumarfrí. Ég er samt enn að vona að sú litla komi til ….Hinir eru komnir upp í 280g og 240g og því algerar fattebollu

Re: 50 kettir gefins!

í Kettir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ATH! Etv. hljómaði svarið mitt eins og ég væri að beina því til þín :) Ég var að hugsa upp hátt um fólk eins og manninn sem ég var að tala um. Bara var að lesa yfir svörin við þessari grein og rak allt í einu augun í að svarið mitt var eins og beint til þín (icecat) Sorry !!

Re: 50 kettir gefins!

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mjög sammála því að margir eru að fá sér gæludýr sem leikfang síðan fá allir leið á leikfanginu og þá er bara að skipta út fyrir nýtt leikfang. Ég lenti á spjalli við mann nokkurn sem sagðist eiga læða sem ætti got fjórum fimm sinnum á ári. Mér blöskraði svo …..síðan fylgdi sögunni að það væri ekkert mál að koma þeim út. Það sló mig að þeim stóð greinilega nokkurn veginn á sama um hvert kettlingarnir fóru. Ég skil kanski að fólk freistist einu sinni að leyfa læðunni sinni að gjóta en eins og...

Re: Mitt fyrsta got !!!

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Takk CatLady :) Ég læt þig vita ef mig vantar. Þetta gekk betur í kvöld þeir eru að þyngjast aðeins meira …. eru enn þó dálítið að rífast um sömu tvo spenana. Ég vona að þeir séu komnir úr hættu hjá mér.

Re: Mitt fyrsta got !!!

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Við erum reyndar ekki komnar yfir það krítiska. Einn af kettlingunum virðist ekki dafna nógu vel hefur verið að missa þrótt og léttast. Hinir mættu þyngjast betur en þeir standa þó í stað. Sennilega mjólkar læðan ekki nógu vel svo það þarf enn að fylgjast mjög vel með þeim. Er enn í spennufalli eftir helgina og ekki búin að jafna mig. Mér finnst það undir mér komið að hjálpa henni að halda lífi í þeim fyrst þeir fæddust lifandi. Takk fyrir góðar kveðjur !!!

Re: hjálp

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég fékk sendar af póstlista mjög góðar myndir sem ég skal reyna að hafa upp á og senda á þig. Ef þú finnur eða færð sendan linka þá máttu gefa hann upp á heimasíðu korknum. Henti þeim óvart úr hólfinu mínu en vistaði þær á aðra tölvu svo ef þig vantar enn myndir á mánudaginn þá skal ég prófa að senda þær.<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: Mitt fyrsta got !!!

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það fæddust þrír pínku ponsu litlir kettlingar. Tvær læður (torti og rauðbröndótt með hvítu) svo kom (blár/svartur? högni) Þyngd: högni 90g, læða 78g og læða 102g Ég var í þvílíkum taugaspenningi og er ég hugsa til baka held ég svei mér að ég hafi næstum farið léttar með að fæða sjálf. :) Kanski varð spennan svo mikil því það leit fyrst skuggalega út með tvo þeirra. Nú hafa þeir allir náð sér á strik. Hún Helga Fins dýralæknir á bestu þakkir skilið fyrir að róa mig í gegnum þetta ræsti hana...

Re: Mitt fyrsta got !!!

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mitt fyrsta got :) Ja ætli ég hafi ekki tekið mun meira út en læðan. Var í þvílíkum taugaspenningi var farin að beita lamaz öndun ….sem hún Hulda Jens kennir verðandi mæðrum. Svo það má næstum segja já að ég hafi hér með vígst af mínu fyrsta goti :)

Re: Vantar strákakisu að láni

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Veit um fress sem á að fara að gelda og aldrei að vita nema eigandinn vildi leyfa honum að slá sér upp svona í lokinn. Prófaðu að senda henni póst á gunna23@visir.is (gulbröndóttur og hvítur)<br><br>EdalLogi www.i-love-cats.com/meow/nfo

Re: er kisan mín með kettlinga?

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Á ca. 3 viku fara spenarnir að breytast. Þeir verða bleikari (dekkri) og þrútna út. Þú ferð jafnvel að finna fyrir spenum þar sem þú fannst ekki fyrir þeim áður. T.d. undir framfótum. Á 3 viku er einnig hægt að láta þreifa hana. Dýralæknir getur þá jafnvel sagt til um hve marga kettlinga hún ber. Fram að 3 viku sjást ekki mikil einkenni nema þú þekkir læðuna þína þeim mun betur og hefur etv. átt meðgöngutíma með henni áður. Þá sæir þú etv. breytingu á skapi, matarlyst o.þ.h.<br><br>EdalLogi...

Re: Aðkast á áhugamálunu okkar.

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég skil !! Enda er það helst þesslags bull sem maður nennir ekki að fá eða nasty lýsingar. Sammála að svo fremi sem fólk sé að tjá sig málefnanlega jákvætt eða neikvætt á það að sjálfsögðu rétt á því. Annars nenni ég oft ekkert að lesa yfir póst þar sem titillinn virkar óspennandi :)

Re: Aðkast á áhugamálunu okkar.

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Eitt sem einmitt ég skil ekki er afhverju þessir “greinaskrifarar” komast í gegn með kommentin sín. Hélt að greinar og korkar væru ritskoðuð áður en póstuð á síðuna?? Það mætti auka síjuna og loka á þennan póst sem flokkast hreinlega undir áreiti. Ágætis grein !!!

Re: Aðkast á áhugamálunu okkar.

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Svo fremi sem þú og fleiri sem viljið tjá andúð ykkar á köttum en gerið það málefnalega þá fáið þið örugglega ekki slæm viðbrögð frá okkur sem samt verjum ketti með kjafti og klóm. Hins vegar kemur fólk hingað inn á til að bulla og fara í taugarnar á okkur. Kanski á þetta að vera húmor ….Enn húmorinn er bara ekki endilega að hitta í mark. Þess vegna veltir maður fyrir sér hvort þeir sem fýla þesslags húmor geti ekki bara fundið sér áhugamál þar sem þessi húmor er að virka. Enn eins og...

Re: Kynjakettir hittast GAMAN

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Við vottum þér samúð okkar og sýnum okkar bestu umhyggjur. Mörg okkar hafa orðið fyrir þeim sára missi sem þú tekst nú á við og bendi ég þér á fyrir hönd kattarsyrgjara að nú er tækifæri til að vinna bug á sorgum sínum. Ég hef opnað sálfræðistofu fyrir ketti og kattareigendur sem takast á við erfið tíma og sorgarstundir. Ég hef hjálpað mörgum mönnunum og köttunum. Komdu til mín og leyfðu mér að hjálpa þér að sjá ljóstið á ný !! Áfengi er ekki til að lækna sorgir en dýrðarmátturinn er sterkur...

Re: Aðalfundur Kynjakatta ! ! !

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Akkúrat kemurðu inn á góðan punkt !!! Hvar er fólkið sem á að vera að stjórna félaginu?? - Þetta er eitt af því sem mætti vel breyta. Á auglýstum vöktum þarf að vera einhver sem situr fyrir svörum - Netfangið þarf að vera virkt o.m.f.þ.h. Þess vegna vil ég hvetja nýja aðila til að koma inn í málið og leysa þá þreyttu frá störfum ….Vegna þess að þetta er sjálfboða starf þreytist fólk til lengri tíma á að gera gagn.

Re: hvað þurfa kettir að vera gamlir til þess að fara út

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er í sjálfu sér enginn ákveðin aldur en af margra ára reynslu með ketti mundi ég ekki hleypa kettling út einum fyrr en eftir 6 mán. Kettlingar eru óttarlegir kjánar, algengt að kettlingar séu að týnast að heiman því eitthvað leiðir þá í burtu og þeir rata ekki til baka. Það eru líka til heimakærir kettir sem hætta sér ekki langt og skoða og kanna umhverfið sitt smám saman. Ég mundi ekki hika við að byrja á að fara með kettling út og kynna honum umhverfið, kenna honum á að hlýða kalli og...

Re: Þetta er alvarlegt mál... eða allavega soldið

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ef hún er hætt að gera þarfir sínar inni eftir að þið komuð til baka hefur þetta verið eitthvað tilfallandi tengt því að hún var skilin eftir ein heima. Þá gæti henni hafa misboðið skítugur sandur eða bara verið svekkt að þið fóruð. Til að þrífa kattarhland er ekkert pottþétt ráð til en það hjálpar að eyða lykt ef þið þrífið allt hátt og lágt með klóri eða öðru sótthreinsandi og lyktaeyðandi. Það þarf að handþvo alla gólffleti þar sem hún hefur skilið eftir polla. Það er ekkert mál að finna...

Re: Hjálp: Pissar á gólfið

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú gætir einfaldlega setið uppi með kött sem er SÓÐI. Því miður getur þetta allt í einu gerst hjá bæði fressum og læðum og engin skýring á þessu. Átti fress sem byrjaði að pissa út um allt upp úr gelgjuskeiðinu. Það var alveg sama hvar hann var staddur. Eitt sinn kom ég heim með matarpoka, lagði hann á borðið og þegar ég fór að týna upp úr var allt renn blautt í hlandi. Ég reyndi allt ….líka hormónasprautu sem dugði ca mánuð en svo fór allt í gamla farið. Á endanum gafst ég upp og varð að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok