ég var að tala um þá staði sem ekki má reykja á, ég fer að sjálfsögðu ekki inn á þá staði sem má reykja á ef ég kemst hjá því, ég var bara að benda á að sé þessu skipt niður í reyk- og reyklaust svæði þá berst reykurinn mjög gjarnan inná reyklausa svæðið
ég geri ráð fyrir að þú hafir eitthvað fylgst með forvarnarstarfi gegn reykingum, það er varla hægt að komast hjá því, en þar er þetta sagt að fyrsta sígarettan geti, og þá meina ég geti, hafið ýmsa langvarandi sjúkdóma sem hrjá reykingamenn
en það þurfa hvort sem er allir að fara í skóla og í rauninni mennta- og/eða iðnskóla líka bara til að geta fleytt sér áfram í lífinu svo að í raun ef það er sem þú segir að allir foreldrar séu svo ábyrgir að skrá krakkana sína í skólann þá myndi það engu breyta að sleppa skólaskyldunni, og varðandi bílbelti þá hefur það margoft bjargað lífi þeirra sem það nota svo og þeirra sem fyrir þeim hefðu getað orðið ef þeir hefðu kastast eitthvert.
jújú þetta hefur mér dottið í hug, en þá þarf að vera að skipta öllu upp, reykur berst um og fer alltaf yfir á reyklausa svæðið nema það sé loftþétt skilrúm á milli svæða sem er frekar kjánalegt. Margir reykingamenn virðast ekki átta sig á því hvað reykurinn fer fyrir brjóstið á mörgum þeirra sem ekki reykja og virða sumir hverjir ekki vinsamleg tilmæli um að reykja annars staðar nema það sé í húsreglum eða öðru slíku að ekki megi reykja, slíkar frekjur fyrirfinnast vitaskuld meðal...
ég get skriðið ofan í holu ef þú vilt, en það er nánast sama hvað þú gerir það getur drepið þig. Og ef þú ferð út í persónulegt skítkast og leiðindi hafa þessar rökræður misst allt gildi og ekki hægt að hafa gaman að þeim lengur.
ég get ekki trúað því að nokkur maður sé nauðugur viljugur í hreinu lofti, þeir sem hafa þann eiginleika ættu að láta athuga sig. Það sem ég er að segja er að reykingamenn eiga auðveldara með að vera í reyklausu umhverfi heldur en reyklausir að vera í reyknum.
án þess að ég viti hvort gaurinn sem lamdi steingrím lenti í grjótinu eða ekki þá finnst mér ekki þess virði að lemja svona mann [steingrím] í spað til þess eins að verða dæmdur fyrir það
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..