Ég sá ekki IT fyrr en fyrir svona hálfu ári eða eitthvað, þannig að ég var ekki hrædd við Tim Curry með illa hirtar tennur og andlitsfarða :P Trúðarnir í Killer Klowns From Outer Space eru geðveikt krúttlegir.
Hví svona uppstökkur? Ég var ekki að spyrja hverjir þetta væru. Benti manneskjunni þarna fyrir ofan einfaldlega bara á það að að segja nöfn mannanna aftur útskýrði lítið hverjir þeir væru. Fyndið samt hvað fólk hérna á huga getur verið voða jolly og skemmtilegt við mann eina stundina, síðan gleymir það manni, og hreytir svo einhverju framan í mann =)
Kom svo í ljós að þessi pakki væri ekki til. Þeir hringdu í mig í dag og það kemur eitthvað svona þegar það eru fáir hlutir eftir =/ Þannig að ég er föst með ekkert hleðslutæki. Og nei, ég held þeir séu ekki með fyrir GBA. En Ormsson gætu hinsvegar verið með þannig, þar sem þeir eru með umboð fyrir Nintendo.
Það getur vel verið. En þeir græða bara ekki neitt þar sem ég var svo óþolinmóð að ég fór á ELKO síðuna og fann einhvern aukahlutapakka í gær sem innihélt hleðslutæki [14 hluta aukahlutapakki sem kostar 1000 kalli meira en hleðslutækið sér] og pantaði hann XD
Já, sá einmitt einn slíkan á mjög góðu verði. Computer.is er fínt. En þegar ég hringdi í Ormsson þá mældu þeir frekar með því að ég myndi fá mér nýtt hleðslutæki frekar en spennubreyti.
Þetta á að vera til líka í einhverjum aukahlutapakka. Systir mín fór fyrir mig í ELKO í Skeifunni og þar var bara ekki hægt að kaupa hleðslutæki nema að kaupa tölvuna sjálfa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..