Hreinskilni er eitt það besta sem ég veit. Frá því ég var lítil hef ég vanið mig á að segja ekki alltaf “Allt fínt” aðspurð hvernig ég hefði það. Því ef fólk spyr, þá vill það greinilega vita. Sem er reyndar samt ekki satt. Afþví “Hvernig hefurðu það?” er oftast bara einhver kurteisis-siður sem hefur alist upp með fólki, a.m.k. hér á landi. Vandamál gætu orðið til vegna fólks sem væri “of hreinskilið”, væri hreinlega særandi. Þetta er einmitt það fólk sem ég þoli ekki. Það fólk sem heldur að...