Fyrir utan lélegt skipulag, klukkutíma töf á byrjun tónleikanna vegna óskipulags á sándtékkinu, óreglu á böndum sem voru ekki alveg að skilja að þeir ættu að byrja að hafa sig til þegar bandið á undan var farið af sviðinu og leiðinlegra tæknilega mistaka hjá Mara þá fannst mér þetta skemmtilegir tónleikar. Mér finnst ægilega leiðinlegt að þetta hafi farið svona hjá Mara þar sem æfingin hjá þeim rétt fyrir tónleikana gekk alveg skínandi vel. Mér fannst Atrum og Gone Postal alveg mjög fín...