Hér er mjög sérkennilegt málverk eftir Andy nokkurn Thomas, sem sýnir helstu Bandaríkjaforseta Demókrataflokksins á 20. öld (og einn frá 19. öld) saman komna á “góðri stund”. Varla “handan við” þó, því tveir af þessum mönnum eru enn á meðal vor :) Forsetarnir eru (rangsælis frá vinstri) Carter, F. Roosevelt, Jackson Truman, Johnson, Wilson, Kennedy, Clinton. Veit ekki hvernig sumum af þeim myndi lítast á að vera núna að fá “litaðan mann” í hópinn! :) Ef menn vilja, kem ég með Repúbikanana bráðlega.