Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DutyCalls
DutyCalls Notandi síðan fyrir 19 árum, 5 mánuðum 51 ára karlmaður
1.644 stig
_______________________

Alvöru hefðarköttur (3 álit)

í Kettir fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég á sjálfur tvo ketti sem þykjast vera ansi merkilegir. Annar er hálf-persneskur, hinn (að ég held) al-Abessýnískur. Báðir að komast yfir miðjan aldur, og þykjast nú aldeilis vera “þeir sem valdið hafa”! …bæði hér inni á heimilinu, og utan þess ef “óðæðri kettlingar” voga sér inn á þeirra yfirráðasvæði :D En þeir eru þó ekkert miðað við þennan sem hér sést. Þessi er nú hreinlega “prússneskur”, þetta er bara Ottó von Bismarck í kattarlíki!

Hin bjarta framtíð - 1960 (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Árið 1939, ekki löngu áður en Seinni heimsstyrjöldin skall á með öllu sínu blóðbaði og eyðileggingu, var Heimssýning opnuð í New York. Á meðal þess sem þar gaf að líta var “Futurama”, en þar var ýmsum nýtískulegum aðferðum beitt til að sýna gestum hvernig helstu vísindamenn og verkfræðingar ímynduðu sér nánustu framtíð. Hér má t.d. sjá líkan af “stórborg árið 1960”. Og þetta er merkilegt nokk, ekkert svo fjarri lagi. Í arktitektúr og skipulagi er þetta ekkert ósvipað því sem t.d. Houston var...

Litli Einræðisherran (43 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hér sést “Hinn ástkæri leiðtogi” Norður-Kóreu, Kim Jong-Il, í fangi föður síns sem nefndur var “Hinn mikli leiðtogi”. Kim yngri fæddist í austanverðum Sovétríkjunum þar sem foreldrar hans voru í útlegð á árum Seinni heimsstyrjaldar. Heimaland þeirra var þá hernumið af Japönum, sem ekki voru neitt hrifnir af kommúnistum. Í kjölfar stríðsins var Kim eldri gerður að leiðtoga Norður-Kóreu í skjóli Sovétmanna, og átti nokkrum árum síðar stærstan þátt í að hefja Kóreustríðið, eina mannskæðustu...

Sauður í úlfsgæru (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Árið 1940 þegar Orrustan um Bretland stóð sem hæst og gekk fremur brösuglega fyrir Þjóðverja, er sagt að Hermann Göring yfirmaður Luftwaffe (þýska flughersins) hafi boðið nokkrum helstu flugköppum sínum til óformlegs spjalls. Göring spurði hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gæti gert til að aðstoða þá í baráttunni. Adolf Galland, einn af mestu “ásunum” sagði þá eitthvað á þá leið: “Það væri kannski helst að þú gætir reddað okkur nokkrum flugsveitum af Spitfire-vélum!” Göring fannst...

Þíða í Kalda stríðinu (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hér spjalla þeir saman, “fjandvinirnir” Leonid Brésnev Sovétleiðtogi og Richard Nixon Bandaríkjaforseti, í heimsókn þess fyrrnefnda til Washington árið 1973. Heimsókn þessi var liður í slökunarstefnu (detente) Nixons upp úr 1970. Ætlunin var að bæta samskiptin við bæði stóru kommúnistaríkin, Sovétríkin og Kína, eftir áratugalangt “frost”. Árið áður hafði gamli “kommaveiðarinn” Nixon farið í fræga heimsókn til Kína, sem þótti mjög flott “útspil” í alþjóðapólitíkinni, því samskipti Kína og...

Ekki-Trivia (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Veit ekki alveg hvort birtst hafa myndir af þessum manni áður ;) Vissulega var hann einn af áhrifamestu mönnum mannkynssögunnar (og þá er ég að meina í Topp 5, lágmark!). Verr hefur fólki hinsvegar gengið að útskýra AF HVERJU honum tókst að verða það. Hvernig tókst fremur ómerkilegum lægri-millistéttar náunga frá Austurríki að heilla fjölmennustu og um margt merkilegustu þjóð Evrópu til að fylgja sér í blindni út í árásir á friðsöm nágrannalönd, sem síðan leiddu til mesta blóðbaðs sem sagan...

Obama og Biden fara yfir málin (2 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ekki beint hughreystandi þessi mynd af nýjum forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Ætli við sjáum ekki svipaða mynd af Jóhönnu & Steingrími bráðum? ;)

Tom Tomorrow Strikes Again! (2 álit)

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hér er 1950's B-mynd, skelfileg hrollvekja sem gerist árið 2008 :) Handtekni maðurinn í ramma 3 er Paul Krugman, fastur dálkahöfundur í New York Times til margra ára, og nú nýbakaður Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Kannski mætti gera svipaða mynd hér á landi… hér yrði það líklega “Son of the Blue Hand”, og Þorvaldur Gylfason yrði grey fræðimaðurinn sem reynir árangurslaust að vara við hættunni :D

Táragas á Austurvelli (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Þessi fræga mynd af óeirðunum við NATO-inngönguna 1949 hefur eflaust birst hér áður, jafnvel oftar en einu sinni. En sagan hefur jú tilhneigingu til að endurtaka sig ;)

Baywatch á Gaza (15 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað í ljósi síðustu atburða í Ísraels-Palestínu málinu, að endurbirta mynd sem ég birti hér fyrir 2-3 árum. Það hafa margir góðir skríbentar tjáð sig um þetta í alþjóðapressunni undanfarna daga, en breski fyrrum pönkarinn Mark Steel sagði þetta: …Condoleezza Rice, having observed that more than 300 Gazans were dead, said: “We are deeply concerned about the escalating violence. We strongly condemn the attacks on Israel and hold Hamas responsible.” Someone should ask her to comment on...

Forsetar Repúplikana (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Í framhaldi af síðustu mynd er hér svipuð mynd af Repúblikönum bæði fjarlægrar og nálægrar fortíðar, á spilakvöldi. Af fasi þeirra má dæma að þeir eru að ræða eitthvað allt annað en kosningarnar 2008 :) Forsetarnir eru (rangsælis frá vinstri) : GHW Bush, Lincoln, Ford, Nixon, T. Roosevelt, Eisenhower, GW Bush, Reagan. Af þeim eru aðeins Bush-feðgar enn uppi í dag.

Forsetar Demókrata (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum
Hér er mjög sérkennilegt málverk eftir Andy nokkurn Thomas, sem sýnir helstu Bandaríkjaforseta Demókrataflokksins á 20. öld (og einn frá 19. öld) saman komna á “góðri stund”. Varla “handan við” þó, því tveir af þessum mönnum eru enn á meðal vor :) Forsetarnir eru (rangsælis frá vinstri) Carter, F. Roosevelt, Jackson Truman, Johnson, Wilson, Kennedy, Clinton. Veit ekki hvernig sumum af þeim myndi lítast á að vera núna að fá “litaðan mann” í hópinn! :) Ef menn vilja, kem ég með Repúbikanana bráðlega.

Sovéthöllin (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það hafa margir áhuga á hinum vægast sagt mikilfenglegu byggingaplönum Hitlers og “húsameistara” hans Alberts Speer í Þýsklandi nazismans. Meira um þau hér http://en.wikipedia.org/wiki/Welthauptstadt_Germania Færri leiða hinsvegar hugann að hinum álíka stórfenglegu plönum Stalíns & félaga í Rússlandi. Nokkuð af þeim komst reyndar í framkvæmd, t.d. Moskvuháskóli, sem þykir svo yfirþyrmandi bygging að menn geta fyrirgefið hversu ljót hún er ;) Margir prísa sig hinsvegar sæla með að hætt var...

Tower Bridge í smíðum (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Byggingaverkfræði hefur líklega aldrei fleygt jafn mikið fram eins og á 19. öld. Um það vitna stórkostlegar byggingar sem enn eru í fullri notkun og fólk er enn að dást að. Mannvirki eins og t.d. Brooklyn brúin í New York, Eiffelturninn í París, og þetta klassíska kennileiti Lundúnaborgar. Sjálfur man ég alltaf þegar ég fyrst kom að þessari brú; Hún er nefnilega sirka helmingi stærri en ég hafði ímyndað mér af myndum, og varð ég satt að segja mjög “impressaður”. Þessi brú var annars á sínum...

Kapteinn Frans (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Einhverntíman skrifaði ég þráð hér um álit Ameríkana á Frökkum. Vestan hafs er sú ranghugmynd mjög algeng að Frakkar séu skræfur og aumingjar þegar að hernaði kemur. Maður þarf nú ekki alltaf að vera sammála einhverri skoðun til að geta hlegið að skopmyndum sem halda henni fram, og ég verð að viðurkenna að ég skellti uppúr þegar ég sá þessa mynd :D

Hverjir? (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þetta er að ég held fyrsta “myndatrivian” sem ég sendi hér inn. Hint: Þeir urðu báðir mjög valdamiklir í bandaríska stjórnkerfinu um 30 árum eftir að þessi mynd var tekin.

Varaforseti Kennedys (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Áfram heldur “Kennedy þemað” :) Þessi sjaldséða en skemmtilega mynd er frá kosningafundi fyrir forsetaslaginn 1960. Lyndon B. Johnson varaforsetaefni Kennedys lætur hér eitthvað fara mjög í taugarnar á sér, og bregst við á sinn gamla góða Texas-máta. Hinn vel-uppaldi Boston-piltur John F. Kennedy er hinsvegar vanur öllu kurteisislegri pólitík úr sinni heimabyggð. Honum þykir greinilega upphlaup Johnsons vart sæma verðandi varaforseta Bandaríkjanna og reynir af veikum mætti að róa gamla...

Kennedybræður (8 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Hér sjást Kennedybræðurnir frægu – John, Robert og Edward (kallaðir Jack, Bobby og Ted). Elsti bróðirinn, Joseph jr. féll í Seinni heimsstyrjöldinni. Annars voru bræðurnir fjórir úr stórum systkinahópi, enda fjöldskylda þeirra írskir kaþólikkar. Fjölskyldufaðirinn Joseph Kennedy hafði fyrr á öldinni komist til ríkidæmis og valda í Boston, á vafasaman hátt töldu margir. Hann vænti stórra verka af sonum sínum, helst ekkert minna en forsetaembættið. Gamla manninum varð síðan að ósk sinni árið...

Ef bandarísk pólitík væri skák... (8 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Þegar þessi mynd birtist hér, á ég fyllilega von á að þessari agalega leiðinlegu skák verði lokið. Er ég kannski of bjartsýnn?

Ökutæki Atómaldar (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Má ég kynna bíl framtíðarinnar (eða svo töldu menn árið 1957), Ford Nucleon! Þessi framtíðarbíll, að sjálfsögðu hannaður í anda “kagga” samtímans, var reyndar aldrei framleiddur. En segja má að hugmyndin lýsi hvorutveggja í senn; ótímabærri framsýni og óhóflegri bjartsýni. Hann átti nefnilega að vera kjarnorkuknúinn. Þarna aftan í átti semsagt að vera kjarnaklúfur með úraníumkjarna á stærð við gosdós. Áætluðu Ford-menn að maður kæmist eina 7-8 þúsund kílómetra á einum kjarna. Gott og vel…...

Prússland (2 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Prússland var á 19. öld hið langöflugasta af ríkjaeiningum Þýskalands, og var algjörlega í aðalhlutverki við sameiningu hinna fjölmörgu ríkja og furstadæma landsins í Þýska keisaradæmið árið 1871. Þar var það “Járnkanslarinn” svonefndi Otto von Bismarck sem var aðal “arkitektinn”, en Vilhjálmur I konungur Prússlands var gerður að fyrsta keisara sameinaðs Þýskalands. Hér er ágætis kort sem sýnir þróun mála við útþenslu Prússlands og stofnun Keisaradæmisins. Eins og sjá má eru nútíma landamæri...

Tokio Kid (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki eru í dag af mörgum úthrópaðar sem alveg einstök illvirki í mannkynssögunni. Þær voru vissulega hroðalegar, en í sögulegu samhengi - og frá samtíma-sjónarhorni - eru þær “börn síns tíma”. Afleiðing og endir skelfilegrar styrjaldar þar sem menn voru orðnir ónæmir fyrir fjöldadrápum á óvininum. Á Kyrrahafinu hafði þetta grimmdaræði viðgengist og magnast í fjögur ár. Áður en Bandaríkjamenn fengu stóru sprengjurnar sumarið 1945, höfðu þeir...

Hindenburg og Ludendorff (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum
Hér sjást tveir af mestu herforingjum Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld, Hindenburg og Ludendorff, skoða og íhuga stöðuna á Vesturvígstöðvunum. Báðir voru þeir af Prússneskum aðalsættum, og hernaður hafði verið þeirra ævistarf. Fyrst fyrir Prússneska konungsdæmið og síðan fyrir hið sameinaða Þýska keisaradæmi. Þóttu þeir báðir (ásamt Vilhjálmi II keisara) vera týpískir holdgervingar Þýskalands, með sinn stífa prússnesk-aristókratíska hernaðaranda sem undirstikaður var með snúnum...

Bandarískur forsetaframbjóðandi (2 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum
Jæja, nú er rétt um ár í forsetakosningar í BNA, og baráttan um tilnefningu að hefjast fyrir alvöru hjá báðum stóru flokkunum. Hér er einn af þeim sigurstranglegri hjá Repúplikönum, með stefnumálin á hreinu! :D

Hannað til Framtíðar (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 1 mánuði
Einn af “stærstu” arkitektum millistríðsáranna (og frægustu allra tíma) var Le Corbusier. Hann og menn eins og Bauhaus-mennirnir þýsku, hönnuðu margt flott, en stundum varð þeim á vegna tíðarandans, eins og teikning hans frá 1925 klárlega sýnir! Eins og segir í skýringatextanum: Fortunately, nobody would touch Le Corbusier's project with a bargepole, so civilisation was spared a very expensive demolition bill decades later. Til að koma með smá-forsögu: Millistríðsárin (1918-1939) voru erfið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok