Í allri nútíma umræðu um bandarísk stjórmál er algengt að Ronald Reagan og George Bush eldri séu spyrtir saman, eins og Bush hafi ávallt verið hægri hönd Reagans og risið til hæstu metorða á herðum hans. Ef málið er skoðað betur kemur í ljós að þessi algenga skoðun er ansi fjarri sannleikanum. Í raun voru Reagan og Bush eldri fulltrúar tveggja arma innan Repúblikanaflokksins, sem á tímabili börðust harðar um völd í flokknum en við Demókrata um sjálf völdin. Reagan og Bush eldri voru aldrei...