Eins og fram kom í fyrri hluta, hafði um skeið árið 1980 litið út fyrir að innrásin í Íran, hinn hættulegi leikur Saddams Hussein í hinni alþjóðlegu Persaflóaskák, myndi ganga upp. Stórveldi heimsins héldu að sér höndum og fylgdust með. En þegar verr fór að ganga hjá Saddam, fóru honum að birtast ýmsir haukar úr hornum, reyndar ekki í öllum tilfellum mjög óvænt. Stríðið hélt því áfram og magnaðist á ýmsum sviðum. Írönum blæðir í Írak “Úrslitasókn” Írana árið 1982, sem átti að steypa Saddam...