Þessi grein fjallar um kvikmyndir, en kemur jafn mikið inn á svið sagnfræði, þannig að ég ákvað að birta hana frekar hér. Vona að fólk hafi gaman af. Bláir, Gráir …og svartir. Bandaríska Borgarastríðið var háð árin 1861-65, eftir áralanga pólitíska spennu milli norðurs og suðurs. Stundum er tilgangur stríðsins einfaldaður í að það hafi beinlínis snúist um þrælahald, (var t.d. oft nefnt “Þrælastríðið” hér á landi). Í raun voru orsakir fleiri og flóknari, og sneru fyrst og fremst að gerólíkum...