Hvað svo sem mönnum finnst um Zíonisma og/eða Ísraelsríki, er ekki hægt að neita því að hér var hörkukelling á ferð. Golda var Zíonisti (og jafnframt Sósíalisti) allt frá barnæsku. Í útliti, talsmáta og háttum erkitýpískur Austur-Evrópu Gyðingur – og stolt af því. Eins og margir af hennar þjóðflokki, fluttist hún barnung með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, og síðan til Palestínu árið 1921. Þar var hún alla tíð mjög virk í hinum harkalegu stjórmálum, og árið 1969 varð hún forsætisráðherra...