Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DutyCalls
DutyCalls Notandi síðan fyrir 19 árum, 5 mánuðum 51 ára karlmaður
1.644 stig
_______________________

Ísrael - Bezt í heimi! :P (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Rakst á síðu með fínum upplýsingum um helstu vopn sem her Ísraels notar, auk tilheyrandi grobbs og áróðurs. Vísa hér á sögu-hluta síðunnar (og mæli sérstaklega með “dogfights” vídeóinu), en endilega skoðið hana í heild sinni: http://www.israeli-weapons.com/israeli_history.html …Og talandi um sögu Ísraels, þá er hér önnur síða sem ég fann um daginn, þar sem Arab-ísraelsku stríðin eru útskýrð frá ísraelsku sjónarmiði: http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/myths/mftoc.html Ég er ekkert að...

Íhalds- eða Afturhaldsstefna (7 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Í USA vilja margir stjórmálamenn snúa aftur til gamalla gilda. Of gamalla, finnst mörgum… Hvernig væri að þeir fengju sjálfir að bragða á sínum eigin meðulum :D

Mark Steel (2 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 5 mánuðum
…bara of góður til að sleppa :) Oft mjög sér-breskur, en þegar hann fjallar um alþjóðamál (eða þá Bandaríkin) er hann brillíant: Mark Steel: How I discovered an American icon It was like booking a decorator, then when he comes round it turns out he's Leonardo da Vinci Published: 20 June 2007 America is a country that thrives on its famous images. For example, last week I was at the entrance to the Empire State Building when a tour guide approached me. “Hey,” he said urgently, “do you know...

David Horowitz og hættulegir vinstrimenn (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Setti þetta inn á “Deigluna” hér áðan, en fannst það líka alveg geta átt heima hér: David Horowitz er kynlegur kvistur í stjórnmálaumræðunni vestan hafs. Hann varð fyrst þekktur á stúdentsárum sínum sem talsmaður róttækrar vinstristefnu. Þetta var á hinum miklu umbrotatímum Víetnamstríðsins og “Hippismans”. Horowitz þótti góður og beittur penni og fóru skrif hans víða, t.d. gaf hið þá afar vinstrisinnaða bókaforlag Mál & Menning út nokkrar af bókum hans hér á landi. En í kringum 1980 varð...

David Horowitz og (3 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 5 mánuðum
David Horowitz er kynlegur kvistur í stjórnmálaumræðunni vestan hafs. Hann varð fyrst þekktur á stúdentsárum sínum sem talsmaður róttækrar vinstristefnu. Þetta var á hinum miklu umbrotatímum Víetnamstríðsins og “Hippismans”. Horowitz þótti góður og beittur penni og fóru skrif hans víða, t.d. gaf hið þá afar vinstrisinnaða bókaforlag Mál & Menning út nokkrar af bókum hans hér á landi. En í kringum 1980 varð alger viðsnúningur á stjórnmálaskoðunum hans. Hann gerðist sífellt harðari talsmaður...

Reagan & "sigurinn" í Kalda stríðinu (1 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hér eru nýjar upplýsingar, fundargerð úr Æðstaráði Sovétríkjanna, sem varpa ljósi á hvernig nákvæmlega Sovétmenn töpuðu Kalda stríðinu :P Published on Tuesday, June 12, 2007 by CommonDreams.org How Ronald Reagan Won the Cold War by David Michael Green Over the years, conservative America has transformed Ronald Reagan from president to icon to deity. You could see that in this year’s first Republican debate, in which everybody on the stage was desperately trying to out-Reagan the others,...

Nazískur Nasser? (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hér er önnur mynd tengd Sex daga stríðinu. Arabar hafa alltaf haldið því fram að ekki hafi í raun verið ætlun þeirra að útrýma Ísrael árið 1967. Þessi “skopmynd” sem birtist í líbönsku dagblaði vorið 1967, styður ekki beinlínis þá söguskoðun ;) Hér sést Nasser Egyptalandsforseti “sparka Júðunum á haf út”, sem var vinsælt viðkvæði í áróðri (og lýðskrumi) arabískra leiðtoga. Takið líka eftir því að “Júðinn” á myndinni gæti hægast hafa verið tekinn beint upp úr áróðri Streichers og félaga í...

Grátmúrinn, júní 1967 (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þess er minnst um þessar mundir að 40 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu. Það hefði í sjálfu sér verið tilefni greinar hjá mér, en verður að bíða betri tíma :) Eins og öll önnur stríð og deilur í heimshluta, er það hulið hjúp áróðurs frá báðum aðilum sem erfitt getur verið að komast í gegnum: Áttu Arabaríkin undir forystu Nassers algerlega upptökin að stríðinu með að safna liði við landmæri Ísraels og búa sig undir útrýmingarstríð gegn landinu, eins og Ísraelsmenn halda fram? Eða var þessi...

JFK - Merkilegasti Bandaríkjaforsetinn? (34 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég setti nýlega inn könnun hér á sagnfræðiáhugamálinu þar sem spurt var einfaldlega “Merkilegasti Bandaríkjaforseti síðan 1945?” Yfir 200 manns hafa kosið. Það kom mér ekki á óvart að John F. Kennedy yrði hlutskarpastur, en yfirburðirnir komu mér á óvart. 41 % telja hann merkilegastan. Að sjálfsögðu er það misjafnt hvað menn telja “merkilegt”, enda notaði ég orðið með það fyrir augum. JFK - Man & the Myth Kennedy var að mínu mati sæmilegur Bandaríkjaforseti, en mýtan (“goðsögnin” - myth)...

Stríðsfíkn Bandaríkjanna (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hér er nú aldeilis eitthvað fyrir alla þá sem hata bandaríska utanríkisstefnu, eða bara Bandaríkin yfirleitt ;) Þetta er síða úr teiknimyndabókinni “Addicted to War”. Ljósmyndin þarna af stóra luralega kananum og hinni smávöxnu víetnömsku stúlku sem tekur hann til fanga er fræg - þótti ákaflega táknræn fyrir stríðið og var óspart notuð í áróðri vinstrimanna um allan heim. Hægt er að skoða bókina frá byrjun á http://www.addictedtowar.com/atw1a.html

Náði þér! (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Fræg forsíða breska “götublaðsins” The Sun, 4. maí 1982 þegar Falklandseyjastríðið stóð sem hæst. Þarna hafði breskur kjarnorkukafbátur sökkt argentíska tundurspillinum General Belgrano, í mannskæðasta atviki stríðsins. Blaðið sem nýverið hafði komist í eigu hins fræga Rupert Murdochs og studdi Thatcher-stjórnina með ráðum og dáð, þótti kynda óþarflega undir heimskulegan þjóðernisrembing og stríðsæsing í þessu stutta stríði. Þessi forsíða vakti sérstaka hneykslun, því ósmekklegt þótti að...

Greinar um Írak & fleira sem miður fer (4 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
http://www.commondreams.org/ er síða þar sem daglegum greinum allra helstu vinstri-skríbenta hinna enskumælandi landa er safnað saman á einn stað. Hér er brot úr harðorðri og beittri grein frá í dag um hið klassíska efni Íraksstríðið: I like to imagine the babies. I like to imagine all the children born back in 2003… All these children born at the war’s beginning are well over 4 years old now. They are walking, talking, speaking in complete sentences with more complexity and coherence than...

Rafmagnsstóllinn (53 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Í tilefni af lítilli umræðu á sagnfræðiáhugamálinu um “kosti og galla” við pyntinga/aftökuaðferðir, gróf ég þessa 10 ára gömlu pælingu upp úr “lagernum” mínum. Ekki taka þessu of alvarlega, enda er þetta skrifað í flýti og fremur léttum dúr, þrátt fyrir alvarlegt umræðuefni :) Hér á landi og nánast allstaðar í Evrópu eru menn algerlega andsnúnir dauðarefsingum, og er ég svosem engin undantekning. Það kann því að virðast furðulegt að skrifa grein um mis-“góðar” aftökuaðferðir. En þegar maður...

Jósef Stalín (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“Kremlarbóndinn” var hann kallaður hér á landi og ekki spöruð um hann lofsyrðin. Hann var í bókstaflegri merkingi átrúnaðargoð mis-gáfaðs og hrekklauss fólks um víða veröld, og á tímabili var hann meira að segja í miklum metum í hinum ramm-kapítalísku Bandaríkjum, kallaður “Uncle Joe”. Í mannkynssögunni hafa fáir verið dýrkaðir jafn innilega og jafn víða og hann. Jafnframt hafa fáir, ef þá nokkrir, verið ábyrgir fyrir meiri hörmungum og fjöldamorðum. Austurrískur samtímamaður hans kemst...

Verstu mistök Tony Blair (5 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Nú er Blair að hætta, og hér er stórfín grein um feril hans og arfleifð: Published on Sunday, May 13, 2007 by The Toronto Sun Blair’s Fatal Attraction Outgoing British PM Was On A Roll Until He Fell For George Bush’s War Policies by Eric Margolis “All political careers end in failure,” noted British parliamentarian, Enoch Powell, famously observed. Never has his grim maxim been more poignantly demonstrated than in Tony Blair’s announcement that he will resign next month as prime minister of...

Vafasamur Íslandsvinur (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Margir segja að öfga-hægrimenn hafi öll völd í USA um þessar mundir, og eru þar að tala um Ný-Íhaldsmenn (Neo-Conservatives), Georg & félaga – Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz o.fl. Þeir rekja pólitískar rætur sínar allt aftur til Barry Goldwaters sem skít-tapaði forsetakosningunum 1964 fyrir Lyndon B. Johnson, en kannski þó helst Ronalds Reagan sem náði öllu betri árangri. Þeir vilja þó að sjálfsögðu hreint ekki gangast við að vera neinir “öfga-hægrimenn”, því það hugtak hefur löngum verið...

Merkilegasti Bandaríkjaforseti síðan 1945 ? (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum

Blaðamaður deyr (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það kannast kannski ekki margir hér við David Halberstam, en hann var heimsþekktur blaðamaður þekktastur fyrir afar óvægna gagnrýni á stríðsreksturinn í Víetnam á sínum tíma. Þekktastur varð hann fyrir bók sína “The Best and the Brigthest”, sem fjallaði um hvernig óhæfir stjórnmálamenn undir forystu Kennedys og svo Johnsons drógu Bandaríkin sífellt dýpra í Víetnamstríðið. Halberstam var einn af fyrstu amerísku blaðamönnunum sem kom til Víetnam og fór að kafa dýpra ofan í málin þar. Eftir það...

WWII Korkurinn - Notið hann! (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Fyrir nokkrum vikum var settur hér upp sér-korkur fyrir fyrirspurnir og umræður um Seinni heimsstyrjöldina. Var m.a. gert í tilefni kvartana um að sá þáttur mannkynssögunnar væri hálfpartinn að drekkja öðru efni. En menn virðast sumir ekki hafa áttað sig á tilveru þessa nýja korks, og höfum við eftir sem áður fengið hér þó nokkra þræði tengda WWII í gamla korkinn “Almennt um sagnfræði”. Annað var það nú ekki… Kv, DutyCalls

Riddari himnanna ? (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei, þetta er ekki eitthvað úr hugarheimi Tolkiens eða slíkra höfunda. Þetta er riddari úr her Pólsk-Litháíska samveldisins sem við lýði var á 16-17. öld. Þeir skreyttu sig með arnarvængjum og blettatígraskinnum, og skutu þannig óvinum sínum skelk í bringu. Pólverjar þóttu síðan eiga eitt besta riddaralið heims, og margsönnuðu það gegn ýmsum andstæðingum á næstu öldum. Enda voru þeir mjög stoltir af riddurum sínum. Í Seinni heimsstyrjöldinni beið riddaraliðið afhroð gegn betur búnum...

Beirút 1983 (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Enn ein gömul TIME fosrsíða til að drepa tímann ;) Líbanon hefur nú í yfir þrjá áratugi verið einn af ófriðsælustu stöðum heims. Þar hófst blóðugt borgarastríð árið 1974, og ekki batnaði ástandið neitt þegar Ísraelsher gerði innrás 1982. Sameinuðu Þjóðirnar reyndu sitt besta til að stilla til friðar, og var fjölþjóðlegt friðargæslulið sent á svæðið. 23. október 1983 var gert sprengjutilræði við bækistöðvar Bandaríska landgönguliðsins (US Marines), sem kostaði yfir 300 manns lífið, mest...

Kurt Vonnegut jr. 1922-2007 (5 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Einhver mesti snillingur 20. aldar bókmennta er nú látinn, 84 ára og saddur lífdaga. So it goes. Það er þó ekki laust við að “tár sæist á hvarmi” þegar maður las dánarfregnina. Vonnegut var þekktastur fyrir Slaughterhouse-Five, sem að mínu viti er ein al-besta skáldsaga 20. aldar. En önnur verk hans standa þeirri sögu ekki langt að baki, t.d. Cats Cradle, Mother Night og God Bless You, Mr. Rosewater. Vonnegut hafði hreint einstaka sýn á jarðlífið og tilveruna, og meinhæðnin sem fram kom í...

Boeing 377 (7 álit)

í Flug fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Veit ekki alveg af hvaða tilefni þessi mynd var tekin einhverntíman um 1950, en það er margt flott á henni :) Flugvélin er Boeing 377 Stratocruiser, farþegavél sem hönnuð var uppúr B-29 sprengjuvélinni. Þó ekki væri hún framleidd í miklu magni, gat hún sér ágætis orð áður en hún úreltist fyrir vélum eins og DC-6 og 7 og Lockheed Super Constellation.

History Channel (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
The History Channel er sjónvarpsstöð sem gaman yrði að fá inná annaðhvort kerfið hér, Skjáinn eða Digital Ísland. Á heimasíðunni má finna ýmislegt fróðlegt, t.d. vídeóklippur úr hinum ýmsu þáttum sem stöðin sýnir. (Sem flugáhugamaður hafði ég sérlega gaman að klippum úr “Dogfight” þáttunum, og setti inn link á það áhugamál - en þarna er líka ýmislegt fleira skemmtilegt). http://www.history.com/

Skemmtilegar vídeóklippur (2 álit)

í Flug fyrir 17 árum, 7 mánuðum
The History Channel er sjónvarpsstöð sem gaman yrði að fá inná annaðhvort kerfið hér, Skjáinn eða Digital Ísland. Hér fann ég þessar flottu klippur úr þáttum sem heita “Dogfight”. Maður þarf að horfa á pirrandi auglýsingar á undan hverri klippu, en það er oftast þess virði, þetta er mjög vel gert. (Vona bara að linkurinn virki): http://www.history.com/media.do?action=clip&id=dogfights_Zero_broadband
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok