Ég sá Hrafninn flýgur fyrst þegar hún var ný, þá var ég 13 ára gamall. Ég man að þá þótti mér myndin eitthvað það kúlasta sem ég hafði séð. Loksins var komin íslensk mynd um eitthvað sem maður skildi – Flestar af þeim fáu íslensku myndum fram að þeim tíma höfðu ýmist verið pólitískar innansveitarkrónikur ( Óðal feðranna, Land og synir), eða eitthvað ofur-listrænt og hundleiðinlegt ( Okkar á milli, Á hjara veraldar). Jú, auðvitað höfðu komið út barna- og/eða gamanmyndir sem maður hafði gaman...