Eins og margir muna, varð fyrir nokkrum árum heilmikið vesen útt af tveimur ævisögum Halldórs Kiljan Laxness. Önnur þeirra var eftir Halldór Guðmundsson í Máli & Menningu, og var “authorized” ævisaga Nóbelsskáldins, ca 600 síður. Hin var “unauthorized”, þriggja binda ca. 2000 blaðsíðna hlunkur, eftir hinn alræmda frjálshyggju-hægrispeking Hannes Hólmstein Gissurarson. Ég hef núna, í smá Laxness-áhugakasti, lesið báðar. Og finnst þær báðar góðar. Þær hafa hvor um sig kosti og galla authorized...