Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DutyCalls
DutyCalls Notandi síðan fyrir 19 árum, 5 mánuðum 51 ára karlmaður
1.644 stig
_______________________

Könnun um vonda Rússa (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þessa könnun sendi ég inn fyrir nokkrum dögum, ekki í fúlustu alvöru, heldur sem hálfgerða skopstælingu á könnun sem þá var í gangi um verstu illvirki Bandaríkjamanna. Sú könnun fór svolítið í taugarnar á mér, og ekki útaf því að ég sé eitthvað sérstaklega hlynntur Bandaríkamönnum. Og mér er heldur ekkert sérstaklega uppsigað við Rússa, ég hefði alveg eins getað tekið fyrir Þjóðverja, Breta, Frakka, Japani… hvaða sögulegt stórveldi sem er. Meiningin með könnuninni var einungis sú að sýna...

Evrópa árið 1914 (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hér er kort af Evrópu í byrjun Fyrri heimsstyrjaldar, sem útskýrir sig að mestu sjálft. Ein villa er reyndar á kortinu, því Tyrkir höfðu misst síðustu lönd sín á Balkanskaga árið 1912. Kortið er greinilega amerískt, því útlínur Illinois-ríkis eru þarna til vinstri svo að Kanarnir átti sig betur á stærðarhlutföllum.

Klipperarnir - Síðustu seglskipin (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Segl í gufumekki Uppúr miðri 19. öld fóru gufuskip í ríkara mæli að taka við gömlu seglskipunum í hinum sívaxandi fólks- og vöruflutningum milli heimsálfa. Gufuskipin sönnuðu fljótlega gildi sitt, voru hraðskreiðari en gömlu seglskipin, áreiðanlegri og ódýrari í rekskri. Á næstu árum hurfu smám saman möstrin og seglin, og reykháfarnir tóku við. Seglskip voru þó enn ekki alveg dauð úr öllum æðum, enda kom nú ný hönnun fram á sjónarsviðið, hin svokölluðu klipper-skip. Klipperarnir voru ólíkir...

Geirfuglinn á góðri stund (4 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hér er þrælmagnaður söngvari, Art Garfunkel, helmingur dúósins Simon & (…þarf ég að segja það?), nokkuð góður með búbblýflösku árið 1964.

Pinochet (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Smá viðbót við greinina um Chile… Hér sést Augusto Pinochet ásamt herforingjaklíku sinni skömmu eftir valdaránið. Berið þetta saman við myndina sem fylgir greininni (þar sem hann spjallar við Allende skömmu fyrir valdaránið), og takið eftir hversu gjörbreytt hans fas er hér orðið. Hér er hann skyndilega orðinn hinn erkitýpíski Suður-Ameríski einræðisherra. Hann hafði allan sinn feril verið úlfur í sauðagæru. Af honum er það annars að segja að hann er enn á lífi, kominn yfir nírætt. Hann lét...

Valdaránið í Chile 1973 (19 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Inngangur Nánast allt frá stofnun Bandaríkjanna árið 1776 hafa Bandaríkjamenn litið á Vesturheim allan (báðar álfurnar og nærliggjandi hafsvæði) sem “sitt áhrifasvæði”. Þegar Suður-Ameríka fór snemma á 19. öld að brjótast undan yfirráðum nýlenduveldanna (aðallega Spánar) litu bandarískir hugsjónamenn á það sem framhald af þeirra eigin sjálfstæðisbaráttu mannsaldri fyrr. T.d. var Símon Bólivar, einum helsta sjálfstæðisbaráttumanninum oft lýst sem “Suður-Amerískum George Washington”. Fyrrum...

Fræg mynd úr Víetnamstríðinu (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Fjölmiðlar áttu stóran þátt í að efla andstöðu við Víetnamstríðið á vesturlöndum, með hispurslausum birtingum sínum á bláköldum raunveruleikanum. Hér er ein af eftirminnilegustu af þessum ljósmyndum sem vöktu almenning til vitundar. Suður-Víetnömsk yfirvöld sem Bandaríkjamenn studdu, voru síst skárri en hinir kommúnísku Norður-Víetnamar og Víet-Cong skæruliðar varðandi hrottaskap við andstæðinga sína – raunverulega eða bara grunaða. Þessi mynd er tekin 1. febrúar 1968, og sýnir Nguyen Ngoc...

Yes Mein Füh... I mean, Mr. President! (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hér ræðir eldflaugafræðingurinn frægi Dr. Wernher Von Braun við Kennedy forseta árið 1963, líklega um geimferðaáætlanir. Von Braun var Þjóðverji og hafði í WWII unnið að V-2 flugskeytum fyrir nazista. Hann var eftir stríðið hreinsaður af ásökunum um stríðsglæpi, og var það umdeilt, enda losnaði hann aldrei alveg við nazista-óorðið. Hann gerðist bandarískur ríkisborgari, og varð yfirverkfræðingur NASA. Honum er helst þakkað fyrir þann árangur sem Bandaríkin náðu í Mercury, Gemini og Appollo...

...frá DutyCalls (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég veit að margir bíða eftir áframhaldi á greinaflokki mínum um styrjaldir Araba og Ísraelsmanna. Síðast var ég búinn að lofa þeirri næstu nú um mánaðamótin. Ég sé því miður (af ýmsum orsökum) ekki fram á að geta staðið við það, og líklega verður næsta grein mín um eitthvert annað efni. Það þýðir þó alls ekki að ég sé hættur við greinaflokkinn. Þessar greinar koma fyrir rest, þegar ég kemst í rétta stuðið og kem því í verk að viða að mér meiri heimildum um efnið, sem mér finnst þurfa. Ég vil...

Andstæðingasaga II : Supermarine Spitfire (18 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hér kemur seinni parturinn af þessari “Andstæðingasögu”. Fyrri parturinn fékk meiri og betri viðbrögð en ég hafði búist við. Sérstaklega varð ég var við að menn vildu gjarnan hafa hann lengri og ítarlegri. Ég hef reynt að fara eftir því, og menn verða því að fyrirgefa þetta misræmi milli greinanna. Ég er semsagt alls ekki að gefa í skyn að Spitfire hafi verið þrisvar sinnum merkilegri en Bf 109, þó greinin um hana sé það ;) Supermarine Spitfire er án efa einhver frægasta flugvél...

F-86 úr Þýska flughernum, ca. 1960 (2 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Um 1960 voru stofnaðar fyrstu orrustuflugsveitir hins nýja Vestur-Þýska flughers (sem nefndist Luftwaffe eins og fyrirrennarinn). Fyrst í stað notaðist hinn nýji Luftwaffe við bandarískar F-86 Sabre þotur, sem þá voru komnar nokkuð til ára sinna. Á þessari mynd sést flugsveit JG 71 Richthofen, nefnd eftir hinum fræga Rauða baróni, sem átti metið í loftsigrum í Fyrri heimsstyrjöld. Merkilegt er að þarna er JG 71 stýrt af methafanum úr Seinni heimsstyrjöld, Erich Hartmann! Myndin er máluð af...

Orrustan um Kursk (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Skriðdrekamyndir hafa verið vinsælar uppá síðkastið, og datt mér í hug að skella einni inn. Drekinn sem hér sést (í málverki eftir Barry Spicer) er þýskur Tiger I, undir stjórn hins fræga skriðdrekaforingja Micael Wittman. Þetta er í júlí 1943 og Orustan um Kursk er rétt að byrja. Þarna má einnig sjá Ju 87 “Stúkur” á leið á vígvölinn, flugvélar sem frægar urðu sem steypiflugvélar, en eru þarna notaðar í “close support” líkara því sem við þekkjum í dag, fljúgandi lágt og hægt yfir vígvellinum.

Hnakki eða Hnakkur? (25 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þið bara fyrirgefið þó maður sé gamall & vitlaus, en maður heyrir nánast aldrei aðila úr þessum þjóðfélagshópi nefnda í eintölu. Það er bara talað um “hnakkamellur” eða að mönnum sé “breytt í hnakka”, eða “hnakka-lífsstíl” …hnakka-þetta & hnakka-hitt. Þannig að ég spyr: Hvort er þessi Gillzenegger “hnakki” eða “hnakkur”, og hvaðan í ósköpunum kom þessi furðulega nafngift um þá sem aðhyllast þennan lífsstíl?

Bush yngri & F.D.Roosevelt (1 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er mjög í tísku meðal stuðningsmanna George W. Bush, að líkja atburðum nútímans saman við Seinni heimsstyrjöld - svo hryllilega langsótt sem það nú er. Hér er týpísk áróðursmynd byggð á þessu þema. Það að listamaðurinn, Don Stivers, skuli DIRFAST að líkja Dubaya við Franklin D. Roosevelt veldur mér hálfgerri klígju. En það er bara ég, öðrum er að sjálfsögðu frjálst að gefa sitt álit!

Endurgerð á Omen (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Var í bíói í kvöld, og sá auglýsingu um endurgerð á “The Omen”, einni af mínum all-time uppáhalds hrollvekjum. Miðað við fyrri endurgerðir af klassískum hrollvekjum undanfarin ár, get ég ekki sagt að þetta hafi kætt mig neitt óskaplega. Kíkti á Imdb, og þar er ekki mikið að græða nema að sá ágæti leikari Liev Schreiber leikur gamla Gregory Peck hlutverkið og Julia Stiles konuna hans, auk þess sem Mia gamla Farrow verður barnfóstran óhugnanlega. Vona bara innilega að þetta verði vel gert, í...

Könnunin um Akureyrarflugvöll (12 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem talað hefur verið um að auka mikilvægi Akureyrarflugvallar í flugmálum landsmanna almennt. Ég er enginn hagfræðingur (og enginn byggðastefnusinni heldur), en mér sýnist varla nokkur grundvöllur fyrir einhverjum “alþjóðaflugvelli” á Akureyri. En það er annað mál, hér ætla ég ekki að spyrja um hvort slík stækkun yrði hagkvæm fjárhagslega, heldur hvort hún sé yfirleitt möguleg eða praktísk tæknilega séð. Þó ég sé ekki flugmaður sjálfur, sýnist mér nefnilega að...

Space Race - frábærir þættir á RÚV (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég á varla orð til að lýsa hrifningu minni eftir að hafa horft á fyrsta þátt BBC-seríunnar “Space Race” á RÚV. Þetta var fyrsti af fjórum þáttum um geimferðakapphlaup Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þetta var í fáum orðum sagt frábærlega vandaður þáttur. Fróðleikur í bland við leikin atriði eins og við þekkjum frá Discovery, en vandaðra en nokkru sinni fyrr, greinilega mikill metnaður og fjármagn að baki. Svona, og akkúrat svona, eiga fræðsluþættir um sögu að vera!

Andstæðingasaga I : Messerschmitt Bf 109 (24 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Allir flugáhugamenn þekkja tvær frægustu orustuflugvélar Seinni heimsstyrjaldar, Supermarine Spitfire og Messerschmitt Bf 109. Það sem gleymist oft hjá “kasúal” áhugamönnum, er að báðar þessar tegundir voru sífellt þróaðar og endurbættar á stríðsárunum. Báðar vélar tóku örum breytingum, og þær vélar sem háðu lokaorusturnar árið 1945 voru mun öflugri og fullkomnari tæki en fyrirrennarar þeirra sem fyrst mættust árið 1939. Reyndar að mörgu leyti varla lengur sömu flugvélategundir. Hér skoðum...

Könnunin: Stríðsskaðabætur Þjóðverja...? (8 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Datt í hug að stofna hér umræðuþráð um nýjustu könnunina, þar sem menn geta “gert grein fyrir atkvæði sínu”. Ég merkti við “nei”, en hefði líklega alveg eins getað merkt við “Já, en…” ef það hefði verið í boði. Efnið er þannig að afskaplega erfitt er að svara spurningum um það með afgerandi “já” eða “nei”, til þess er málið aðeins of flókið. Upphaf Fyrri heimsstyrjaldar var ekkert frekar Þjóðverjum að kenna en Frökkum og/eða Bretum. Hinsvegar er það staðreynd að þeir réðust inní Belgíu og...

Bandaríkin & Miðausturlönd (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Í framhaldi af Miðausturlandagreinum mínum og könnun, er hér skopmynd sem þykir lýsa afstöðu USA til málanna vel :)

TNG-Review á Star Trek: Hypertext (2 álit)

í Sci-Fi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Besti Star Trek gagnrýnandinn á Netinu, Jamahl Epsicokhan, sem hefur skrifað góða og ítarlega Star Trek rýni undanfarin ár, er nú loks eftir áralangar áskoranir byrjaður að skrifa um TNG. Kíkið endilega á http://www.st-hypertext.com/

Merkasti þjóðarleiðtogi Miðausturlanda eftir 1948 ? (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum

Arab-Ísraelsku stríðin - Yfirlit (18 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hér kemur yfirlit yfir Arab-Ísraelsku stríðin. Ég hef þegar birt hér grein um forsöguna, og stefni að því að verða síðan með ítarlegar greinar um hvert þessara stríða. Það verður þó eins og áður sagði langtímaverkefni, ég mun örugglega skrifa um önnur efni inn á milli. En hér er semsagt saga hinna fjögurra stríða Araba og Ísraelsmanna rakin í stuttu máli. ATH: Jafnvel nöfn stríðanna eru umdeild, en ég hef kosið þann kostinn að nota þau best þekktu, sem líka eru þau sem Ísraelsmenn sjálfir...

Forsaga Arab-Ísraelsku stríðanna (27 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Á öldinni sem leið háðu Ísrael og arabísk nágrannalönd þess fjórar allsherjar styrjaldir. Á þessu ári hef ég í hyggju að skrifa greinar um þær, og er það ætlun mín að koma með grein um hverja þeirra. Þetta er efni sem ég sem ég tel að allt of fáir viti nógu mikið um – Og það jafnvel þó málefni Ísraels og Palestínu séu enn í fréttum nánast daglega. Ég vil líka taka það mjög sterkt fram strax í upphafi, að hér ekki er ætlunin að reka áróður fyrir einum eða neinum málstað. Hið eina sem...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok