Það hefur verið svolítil umræða í gangi um óöryggi lággjaldaflugfélaga, sérstaklega eftir þennan fræga þátt um RyanAir. Mig langar aðeins að setja málið “í perspektív” : Ég þekkti eitt sinn gamlan góðan Kana sem á yngri árum var í hernum, og öðlaðist þannig ævilangan rétt á að húkka frítt far hvert sem var, með hvaða airlift-vél sem honum sýndist. Svo lengi sem var pláss, þá var það bara “já ekkert mál, hoppaðu uppí” - eða í versta falli “sorrý, öll sætin eru upptekin, en þú getur lagt þig á...