“… ég fór eins hljóðlega og ég gat inn um dyrnar. Þegar þar var komið sá ég ykkur liggja steinrotaða á gólfinu.” Hún þagnaði, en hélt svo áfram: “Telus, eða réttara sagt Ýsíldúren virtist sjá mig því skyndilega særði hann fram stærðarinnar björn. Þið munið væntanlega eftir skikkjunni minni sem Alkon gaf mér? Með henni gat ég snúið birninum yfir á mitt band. Þá kom skelfingar svipur á Ýsildúren…”