Hraunið var illt yfirferðar. Hestarnir áttu í mestu erfiðleikum með að ganga á því. Að lokum kom að því að einum hestinum skrikaði fótur og féll niður í gjótu eina. Arnaldios, sem hélt í taum hestsins, steyptist á eftir honum. Gilvaldr og Voltranos hröðuðu sér í átt að gjótunni. Þar sáu þeir Arnaldios hanga í grein eða rót, eða hvað sem þetta nú var, sem stakkst út úr grjótinu. “Heppinn ertu að hafa lent á eina gróðrinum í allri þessari eyðimörk” sagði Voltranos með bros á vör. “Eheh, ég...