Þessar festingar eru ekkert sérstaklega fyrir keppnisfólk, þvingur er eitthvað sem allir eru að nota þegar þeir eru að preppa skíðin sín. Og jú, strauboltarnir eru víst heitir og hafa áhrif á skíðin þegar þú rennir þeim yfir, það er mjög auðvelt að sjá það þegar maður er að preppa. Venjulega eru skíðin örlítið íhvolf og þegar þau hitna réttist úr þeim og því má alls ekki hafa þau föst í þvingunum, það verður að leyfa þeim að hreyfast frjálst til að skemma ekki spennuna í skíðinu. Á mínum 17...