Steve Harris - Stofnandi Maiden og bassaleikari Hann var fæddur í Leytonstone A-London, 12 mars árið 1956, í herbergi í húsi frænku sinnar. Hann átti þrjár yngri systur. Pabbi hans var vörubílstjóri og mamma hans var “mamma” í fullu starfi. Steve og hans fjölskylda bjuggu hjá frænku hans og hún var yfirleitt heima og vinkonur systur hans voru mjög oft hjá þeim líka. Þannig að hann ólst upp umkringdur konum. Fyrsta áhugamál hans var fótbolti og hann spilaði meðal annars með draumaliðinu sínu,...