Ég hef ekki átt Les Paul, en ég hef átt þónokkra Epiphone gítara, og þeir eru fínir fyrir peninginn, nema hvað pickupparnir eru kannski heldur slappir fyrir vön eyru, en fyrir byrjanda eða einhvern sem er kominn örlítið lengra er gítarinn mjög fínn. En svo þegar/ef tími kemur fyrir það, þá hendirðu bara góðu Seymour Duncan pari í þetta, og þú ert kominn með gítar sem endist þér sem heima- eða varagítar nánast það sem eftir er. Hvað varðar nýjar stilliskrúfur, þá er það algjör óþarfi á þetta...