Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fjörugar lokamínútur

í Manager leikir fyrir 16 árum
Er nú bara búinn með þennan eina leik svo ég veit ekki enn .. knattspyrnusambandið gerir sér samt vonir um ða komast á EM þótt ég sé í riðli með Frökkum, Rússum og Skotum svo þetta á örugglega eftir að verða soldið strembið .. en þetta er bara hlutastarf, er í ágætis djobbi hjá Bristol Rovers sem virkar mjög stöðugt þessa dagana, búinn að koma þeim úr League Two í Championship á tveimur árum (tók reyndar við liðinu í umspilssæti í L2 með stutt eftir af tímabilinu, en kláraði tímabilið án...

Re: Tóbaksverð hækkar

í Tilveran fyrir 16 árum
Það er nú lítið ræktað af tóbaki hérna, svo væntanlega hækkar hann líka .. Þótt umbúðirnar séu íslenskar þá er ekki þar með sagt að innihaldið sé það

Re: Ókellea pirrandi lög?

í Tilveran fyrir 16 árum
Hahahahahahaha … vá … þetta hlýtur að vera sú alhýrasta hl´jomsveit sem ég hef séð leeeeengi :D

Re: Tilkynningar>Greinar?! :O

í Tilveran fyrir 16 árum
Talningin telur sjálfvirkt allar undirsíður, sennilega erfitt ef ekki ógerlegt að klippa forsíðu og egó út úr sjálfvirku talningunni, en stjórnendur eru flestir vanir að gera það þegar þeir eru að lista upp áhugamálin inni á sínu undiráhugamáli ..

Re: vinnu í jólafríinu?

í Tilveran fyrir 16 árum
Pósturinn og verslanir. Örugglega gott að spá í þetta tímanlega því það verða margir um fáar stöður.

Re: staðir

í Djammið fyrir 16 árum, 1 mánuði
Lögbundið aldurstakmark er 18 ár, en stöðum frjálst að hækka það eftir eigin geðþótta, svo á svæðum þar sem lítið er að gera (úti á landi, í úthverfunum) gæti verið 18 ára aldurstakmark. Staðir niðri í bæ þar sem er stappað hverja helgi hinsvegar hækka allir aldurstakmarkið í a.m.k. 20 ár enda þyrftu þeir annars margfalt fleiri starfsmenn í eftirlitsstörf..

Re: kreppaa

í Húmor fyrir 16 árum, 1 mánuði
Vá .. þennan held ég að ég hafi ekki heyrt í 15 ár eða svo :P

Re: Disturbing boner og Akureyri í Húsinu 1. Nóvember

í Metall fyrir 16 árum, 1 mánuði
yngri krakkar mega ekki vera úti þegar þetta er búið. Alveg eins og með fasta 16 ára aldurstakmarkið í Hinu húsinu hér fyrir sunnan, snýst meira um lögreglusamþykktina en einhverja duttlunga staðarins

Re: Til allra líka stjórnenda!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þessi tillaga sýnir samt jafn marga korka og eru á áhugamálinu í dag :P

Re: Til allra líka stjórnenda!!!!!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þetta var rætt, ekki korkur heldur html-kubbur neðst á áhugamálinu, og við vorum komnir af stað með einhverjar tilraunir, en þær vöktu dræmar undirtektir.

Re: brauðsneið!

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Kannski er hann að setja svikinn héra ofan á brauðið sitt, hvað vitum við :P

Re: UPPÁHALDSDRYKKUR!!!

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
hmm.. hvernig ætli morgan í pepper smakkist ..?

Re: UPPÁHALDSDRYKKUR!!!

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nei.

Re: Dr.Pepper skortur á Íslandi?!?

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Var til í Drekanum á horninu á Frakkastíg og Njálsgötu síðast er ég vissi

Re: Fender Hot Rod Deluxe Til Sölu

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hljómar eins og plan. Annars er ég ekki að sjá ástæðu fyrir pirringnum, fletti nokkrar síður til baka i yfirlitinu í leit að þráðum eftir yngva, og þetta eru kannski tveir þræðir eftir hann á hverri síðu, ca. einn á dag. Sumir eru greinilega bara viðkvæmari en aðrir :P

Re: að skipta um stillisrúfur

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég er allavega búinn að eiga gítara alveg frá tækjum sem sennilega væru gagnlegri sem eldiviður upp í 100+ þúsund króna græjur, og hef fundið þörf til að skipta um stilliskrúfur af því gítarinn hélt illa stillingu..

Re: að skipta um stillisrúfur

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Merkilega algengt líka að menn bölvi stilliskrúfunum í sand og ösku þegar vandamálið er að þeir eru að setja strengina vitlaust í þær þegar skipt er um strengi :P

Re: Könnunninn á /forsida

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nkl það sem ég var að segja .. framburðarmynd, aðeins einn réttur vegur til að rita orðið, en tveir til að segja það.

Re: Könnunninn á /forsida

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þessi könnun er ófullnægjandi. Maður veit ekki hvort verið er að spyrja um rithátt eða framburð, en, eins og þú sýnir svo greinilega með linknum þínum er aðeins einn réttur ritháttur, en báðir leiðir leyfilegar í framburði.

Re: Könnunninn á /forsida

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Lestu linkinn hjá þeim sem startaði þræðinum áður en þú missir þig enn frekar. Það má SEGJA bæði, en þú verður að skrifa orðið með Y.

Re: Könnunninn á /forsida

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þá er íslenskukennarinn þinn bullukollur, því það er (eins og þú sérð í linknum hjá þeim sem startaði þræðinum) ástæða fyrir u-framburðinum í pylsa .. orðið skyr er ekki kömið af “skør” í dönsku.

Re: innflytjendur

í Húmor fyrir 16 árum, 1 mánuði
Jæja (örugglega skrifað jaja rsum) er egg í eintölu

Re: innflytjendur

í Húmor fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þekkti stelpu sem var að læra stærðfræði með pólskum strák .. hann átti það til að glotta út í annað og jafnvel flissa þegar kennarinn fór að tala um “normalkúrvur” … :P

Re: What!?

í Manager leikir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það sem WoodenEagle sagði, reglurnar í serbnesku úrvalsdeildinni eru greinilega þannig að eitthvað annað (væntanlega innbyrðis viðureignir) gildir á undan markatölu.

Re: Fjölnir/Fram

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 1 mánuði
Djöf .. ég var búinn að skrifa heljarinnar ritgerð um hvað ég er sammála þér en tölvan ákvað að logga mig út af huga í millitíðinni svo það hvarf.. Allavega benti ég á að landfræðilegar aðstæður hjá Fjölni væru eins og þær gerast bestar fyrir íþróttafélag hér á landi (eða allavega í Reykjavík), þ.e. vestur í bæ, og að framtíðar “Reykjavíkurstórveldin” væru ekki KR, Valur og Fram heldur mikið frekar KR og Fjölnir ef maður horfir á staðsetningu æfingasvæða félaganna og íbúabyggðina í kring....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok