Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Svona hegðun á náttúrulega ekki að sjást. Ég hélt einmitt að þessi hópur hjá Fylki hefði róast því mestu drykkjuboltarnir hefðu flosnað upp úr þessu því stjórnin leit þá svo hörðu hornauga. Þeir eru kannski þá í staðinn farnir að stunda útileikina með enn meiri látum :\

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Valsmenn líka, en menn rjúka ekkert til og skipta um nöfn bara eftir því hvernig deildunum innan félagsins gengur .. hvað ætli FH væru þá oft búnir að skipta? :P

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég kvarta svo sem ekki mikið meðan þetta er FH en ekki Valur sem er að dómínera.. en það hefði verið skemmtilegra fyrir hlutlausa áhorfendur hefðu Fylkismenn náð að halda þetta út í 2-2 ;P

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
“Knattspyrnufélagið Víðir” er í 2. deild og “Knattspyrnufélag Vesturbæjar” í þeirri þriðju. Nafnið segir til um í kringum hvaða íþrótt klúbburinn var stofnaður, ekki í hvaða íþrótt menn urðu síðar bestir. Rétt eins og FH eru í dag frægari fyrir fótbolta, og voru á síðasta áratug manna bestir í handboltanum, þótt félagið beri fimleikafélagsnafnið því það var íþróttin sem félagsskapurinn stundaði í upphafi.

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Íslandsmeistararnir í körfubolta eru knattspyrnufélag .. veit ekki hvað fullt nafn er á Haukum (íslandsmeisturum í handbolta), eru þeir ekki titlaðir “knattspyrnufélag” líka? Þessi nöfn segja meira um sögu félagsins (s.s. utan um hvaða starfsemi þau voru stofnuð upphaflega) heldur en hvað þau gera í dag…

Re: Gibson? Epiphone?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Mér dettur í hug “gigantic Chinese ass dildo” djókurinn hjá IA Eklund sem hann tók þegar Freak Kitchen hituðu up fyrir Tý hér um árið .. að vísu enginn slædhólkur, bara risastór silfraður víbrator sem framkallaði alveg stórskemmtileg hljóð yfir gítarpickuppunum :P

Re: Jáááhááá

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Nei, þetta er ekki eins. Bíll eyðileggst með tímanum og ekkert við því að gera. Gítar, ef rétt er hugsað um hann, verður bara betri ef eitthvað er. Árið 1981 kostuðu svona gítarar um 10 þúsund krónur. Enginn færi að ætlast til þess að '81 módel Gibson færi á örfáa Brynjólfa bara af því hann kostaði ekki nema 10 þúsund nýr … Ætla samt ekki að réttlæta nákvæmlega þetta dæmi, 500 þúsund fyrir eitthvað sem kostar 511 innflutt beint er heldur bjartsýnt :P

Re: Fyrsti rafmagnsgítar?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Segi það sama við þig og ég segi við alla í svipuðum pælingum, ekki byrja of ódýrt, því það bæði dregur úr líkum á að þú gefist upp út af því að hljóðfærið er svo lélegt, og þú færð meira af peningnum til baka ef þú gefst samt upp og ákveður að selja.

Re: Eggjabrauð

í Matargerð fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Oft fengið svona. Enskumælandi kalla þetta “French toast”. Algengt úti í heimi að þetta sé borið fram með kanilsykri.

Re: Hrært skyr?

í Matargerð fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ekki séð það síðan Askaskyrið svokallaða var og hét hér fyrir mörgum árum síðan (held þó að það fáist enn fyrir Norðan, eða gerði í fyrrasumar)

Re: Hrært skyr?

í Matargerð fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Er hægt að kaupa óhrært skyr öðruvísi en að sérpanta það ?

Re: Hrært skyr?

í Matargerð fyrir 15 árum, 4 mánuðum
hmmm… kaupa svona eins og tvö kíló af hrærðu skyri og bera fram annað hvort í dósunum eða stórri skál …

Re: linkurin á forsíðuni'

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
nkl, það er ekki hægt að panta einkanúmer sem lítur út eins og venjulegt, þessi hefur bara verið “heppinn” með númer :P

Re: Rómeó og júlia

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Eins leiðinlegt og það hljómar þá er þetta bara hárrétt hjá honum. Ef hann gaf leyfi fyrir 5 sekúndum þá á hinn aðilinn að sjálfsögðu að nota 5 sekúndur en ekki 7.

Re: Guitar Hero gítar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Sustainar endalaust .. þú getur skroppið í mat og þegar þú kemur aftur hljómar nótan ennþá :P

Re: Short scale bassi..

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Þetta er mögulegt ef hálsinn er smíðaður og frettaður með það í huga að stytta skalann, Warmoth hafa t.d. boðið upp á “baritone conversion” hálsa fyrir gítar, sem lengja skalann úr 25,5" í 27 eða 8 tommur. Óþarfleg mikið vesen myndi ég hins vegar halda :P En rétt er það að þú tekur ekki háls úr short-scale bassa og hendir í bassa sem smíðaður er sem long-scale því inntóneringin myndi fara í rugl.

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Þótt ég sé KR-ingur, þá ætla ég ekkert að neita því, allavega miðað við stöðuna í dag…

Re: Leiknismaður í sænska landsliðinu

í Manager leikir fyrir 15 árum, 4 mánuðum
svona af því ég hafði reiknivélina fyrir framan mig og er í sumarfríi og gæti því ekkert sofnað þott ég reyndi það, þá er meðalhæðin í hópnum að Steen undanskildum 183,72 en 183,12 með honum, svo hann er að draga meðalhæðina niður um 60 cm :P Bætt við 3. júlí 2009 - 03:29 0,60 cm átti þetta að sjálfsögðu að vera, eitthvað fljótfær á takkaborðinu ég.

Re: Getur einhver stoppað FH ?

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Endilega drífðu þá í því, því ég vil gjarnan fara að fá bikarinn heim ;)

Re: Leiknismaður í sænska landsliðinu

í Manager leikir fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Af hverju virkar “bæta við” bara stundum? Ég ætlaði að leiðrétta mig, að sjálfsögðu átti síðasta sögnin í setningunni um '06 saveið að vera í þátíð “átti”.. Annars já með hæðina á mönnum þarna, Steen, með sína 168 cm (sem er frekar mikið lávaxið fyrir karlmann almennt, ekki bara fótboltamann) dregur meðaltalið alveg HELLING niður þótt ég nenni ekki að reikna það sjálfur :P

Re: Leiknismaður í sænska landsliðinu

í Manager leikir fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég nota yfirleitt gjaldmiðil þeirrar deildar sem ég er að spila, svo auðvitað nota ég íslenska krónu meðan ég er með íslenskt lið :P Tók save í '06 sem fór frá Íslandi í gegnum tvö lið á Englandi og þaðan til Ítalíu og samviskusamlega skipti úr krónum í pund og svo í evrur eftir því sem við á :P

Re: Short scale bassi..

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Það er svo sem framkvæmanlegt hugsa ég, en hef ekki heyrt um það.. Warmoth voru hér í den með einhverja “scale conversion” hálsa í gítar allavega, eiga eflaust eitthvða fyrir bassa án þess að ég þori að fullyrða. Sennilega er þetta þó svo mikið vesen (aðallega af því þetta er svo sjaldgæft) að það borgar sig frekar fyrir þig að selja bassann sem þú ert með og kaupa nýjan short-scale bassa.. Öðruvísi strengi í styttri skala, það er smekksatriði, þarft aðeins þykkari strengi til að ná sömu...

Re: 2009 - 2010 búningur Manchester United

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Gamli var betri.. Nike hafa sennilega verið búnir að ná toppnum og eru farnir að dala aftur, nýja Fulham treyjan er líka síðri en sú gamla .. Ætli við séum þá að fara að sjá annan KR-búning með misbreiðum röndum eða eitthvað álíka bjánalegt :P

Re: Konungur Metals dáinn

í Metall fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Leiðinlegt samt að hann hafi farið, það var svo steikt að geta horft upp á Michael Jackson og Prince mætast á fótboltavellinum :P

Re: Tónleikar 3. Júlí

í Metall fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Af því að áfengissalan heldur stöðunum sem hýsa þá uppi fjárhagslega ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok