Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Metallica

í Rokk fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Merkilegt.. því þetta er rosalega líkt Hetfield einsog hann hljómaði á þessum tíma..

Re: Jackson Y2K

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Dean eru þeir einu sem framleiða Flying-V fyrir utan Gibson, veit reyndar ekki af hverju þeir fá það en engir aðrir. Jackson framleiða King-V sem er með hvassari hornum, og ESP framleiða (en fá ekki að selja í Ameríku útaf því að Jackson eiga réttinn) eitthvað sem þeir kalla bara V sem er nokkurn veginn eins og King-V

Re: Axl Rose

í Rokk fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hann hefur verið eitthvað seinn á fætur þegar þessi mynd var tekinn.. hann gleymdi að klæða sig í buxurnar :P

Re: Axl Rose

í Rokk fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er ekkert “eftir Guns N Roses” .. hann er ennþá í Guns N Roses, einn upprunalegu meðlimanna, hann þvingaði Slash og félaga til að afsala sér réttinum á nafninu yfir til hans á Illusion túrnum, svo hann er einn með einhverjum leiguliðum í hljómsveitinni sem ber nafnið Guns N Roses, meðan hljómsveitin sem ætti frekar að bera það nafn miðað við mannskap kemur fram undir nafninu Velvet Revolver. Hann er búinn að vera að vinna að sömu plötunni síðan þeir komu af Illusion túrnum, henda öllum...

Re: overdrive

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Overdrive eru líka hugsaðir sem boost fyrir lampana í magnaranum. Distortion hinsvegar senda frá sér “tilbúið” rifið sound.

Re: Lagið í Monk?

í Hugi fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Born to be Wild með Steppenwolf

Re: Mötley Crue

í Metall fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Engin ofurmenni, en þeir spila skemmtilegt rokk

Re: Fucking bögg

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Er langt síðan þú skiptir um strengi.. Gamlir strengir byrja oft að skrölta svona þósvo gítarinn sé alveg rétt uppsettur..

Re: Rosewood eða maple munur??

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég persónulega þoli ekki þegar fólk notar ensku heitin á eitthvað sem við erum búin að eiga orð yfir í margar aldir (einsog einmitt viðartegundir).. en ég reyni svona oftast að setja enska heitið innan sviga þegar þýðingin virðist algjörlega út í hött, bara gleymdi því í þetta skiptið (eða taldi mig ekki þurfa þess þar sem það átti að vera svo augljóst að ég væri að tala um sama hlutinn og sá sem ég svaraði)

Re: Rosewood eða maple munur??

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Íbenholt og hlynur er alls ekki það sama.. þú sérð það nú bara þegar þú horfir á viðinn.. íbenholt er kolsvart (allavega flest þessi stykki sem verið er að nota í fingraborð) á meðan hlynurinn er mjög ljós.. íbenholt á að vera nokkurs kinar millivegur á milli rósaviðar og hlyns hvað hljóminn varðar.

Re: Paul Reed Smith Singlecut

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Gæði á Gibson gíturum eru, að mér er sagt, ekki jafnstöðug og þau voru.. Plús það að stefna þeirra varðandi sölu í búðir er kolbiluð.. ef amerískar verslanir ætla að selja Gibson, þá verða þeir að taka fyrir einhver X mörg þúsund dollara á ári, annars fá þeir engan afslátt, þ.a. Gibson sjást varla nema í stórum búðum núorðið. Ég veit ekki hvernig þetta virkar með dílera utan Ameríku, en það er alveg greinilegt á verðlaginu í Rín að þeir eru látnir borga fullt heildsöluverð fyrir gítarana.....

Re: Paul Reed Smith Singlecut

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Samt tókst þeim að vinna málið.. þessir gítarar PRS Single cut eru alveg líkir Les Paul.. en ameríska ESP Eclipse boddýið (sem er svo reynadr líka notað á alla LTD EC gítara, því þeir eru fyrst og fremst framleiddir fyrir Ameríkumarkað) finnst mér líkara LP en þetta, samt er þar um að ræða lawsuit boddý :\

Re: Tilviljun eða hvað???

í Húmor fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Menn voru farnir að djóka með þetta áður en Liverpool unnu titilinn, að útaf því að Kalli prins kvæntist og páfin dó, þá hlytu Liverpool að hirða þennan titil..

Re: Rosewood eða maple munur??

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
hlynurinn er harðari og gefur bjartari hljóm meðan rósaviðurinn er “hlýrri” ..

Re: Vandræði

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þú þarft örugglega bara að hækka í þessum FX Mix takka.. (ef þú ert ekki þegar búinn að prófa það)

Re: Jackson Y2K

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Var, já.. Dave er að ég held búinn að selja ALLA Jackson gítarana sína eftir að hann skipti um endorsementsamning og fór yfir til ESP. En þessi er suddalega flottur, en Y2KV eru ekki fáanlegir lengur, vegna þess að Dave hannaði þá sjálfur, og/eða vegna þess að hann er of líkur Gibson Flying-V

Re: Paul Reed Smith Singlecut

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
..og þeir eru ófáanlegir í dag nema notaðir vegna þess að hin alræmda lagadeild Gibson komst í málið.

Re: Marshall!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ekkert að gömlu Valvestate, ég átti svoleiðis (VS-265R) í mörg ár og fílaði alveg í botn.. en þetta AVT og Mode 4 er ekki alveg að gera sig að mínu mati.. en minn smekkur þarf allsekki að endurspegla almenningsálit

Re: enn meira shop usa..

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ef þú ert í einhverjum vafa, þá er langbest bara að senda þeim póst.. þau svara þér fljótt, og gefa þér 100% rétt svar.

Re: Á hvað sel ég bílinn

í Bílar fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Viðmiðunarsöluverð er: 75.000 krónur Athugið að þetta er einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðir geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði Þetta fékk ég útúr reiknivélinni á bgs.is .. ekki það að það sé neitt alltof mikið að marka hana :P

Re: Vandamál

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta segja í bæklingunum sem fylgja með Gibson gíturum.. og of mikið er betra en of lítið hérna (svo lengi sem þú ert ekki farinn að vefja mörg lög af strengnum utanum póstinn)

Re: Vandamál

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég er með Gibson gítar með original stilliskrúfum sem ég þjösnast á og “benda” út í eitt, og hann heldur tjúni hjá mér vikum saman.. ertu viss um að þú sért að þræða strengina rétt (fyrsti vafningur ofan við endan, rest undir, a.m.k. þrjá hringi á vöfðum strengjum, en fimm á þeim hreinu) og að þú strekkir þá nógu vel (helst alveg þangað til þeir hætta að falla þegar þú gerir það). Ég held að vandamálið sé örugglega frekar í strengjunum en stilliskrúfunum..

Re: H.I.M

í Metall fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Einhversstaðar heyrði ég skilgreininguna nu-goth (þýðir þá væntanlega numetal með “goth” áhrifum).. sel það ekki dýrara en ég keypti það

Re: explorer

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er voðalega erfitt að tékka á gítar sem er ekki til í búð á Íslandi…

Re: Esp

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hinsvegar getur verið að tafirnar hjá ESP bitni minna á þér ef þú pantar að utan, sérstaklega ef um LTD gítara að ræða því þeir eru framleiddir með Ameríkumarkað í huga, auk þess sem stórir viðskiptavinir eins og Music123 eru líklegir til að hafa forgang yfir smábúllur einsog Tónastöðina. En ég er samt alveg sammála því að maður eigi að gera verðsamanburð, því mörg merki (sérstaklega ef þau eru ekki amerísk einsog t.d. Marshall(UK) og ESP(Japan)) eru á samkeppnishæfu verði og jafnvel ódýrari...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok