Gæði á Gibson gíturum eru, að mér er sagt, ekki jafnstöðug og þau voru.. Plús það að stefna þeirra varðandi sölu í búðir er kolbiluð.. ef amerískar verslanir ætla að selja Gibson, þá verða þeir að taka fyrir einhver X mörg þúsund dollara á ári, annars fá þeir engan afslátt, þ.a. Gibson sjást varla nema í stórum búðum núorðið. Ég veit ekki hvernig þetta virkar með dílera utan Ameríku, en það er alveg greinilegt á verðlaginu í Rín að þeir eru látnir borga fullt heildsöluverð fyrir gítarana.....