Tónastöðin er með gott úrval af hljóðfærum sem eru góð miðað við verð, t.d. LTD, Tradition, Godin.. Rín eru með Epiphone og Dean, Tónabúðin með Washburn og Hljóðfærahúsið með Ibanez, allt merki þar sem þú getur fengið fínan byrjendagítar fyrir svona 30-40 þúsund. Ég mæli með því verðbili, því ef þú kaupir of lélegan gítar þá gæti það fælt þig frá, auk þess sem þessi verðflokkur heldur sér oftast betur í verði svo þú færð meira fyrir gripinn ef þú missir áhugann eða vilt stækka við þig.