Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það? Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. “Ónafngreindir alkoholistar” nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: “Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti”? Skyldi “franskur koss” bara kallast “koss” í Frakklandi? Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: “Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það...