Ég á hund núna, sem er hreinn íslenskur með ættartölu og alles, mér þykir vænt um hana, hún heitir Píla, en þangað til um seinustu jól áttum við líka annan hund (aðra stelpu sem hét Birta, hún var hrein blanda (Íslensk-Skosk) og mér þótti alveg jafn vænt um hana. Hverjum er ekki sama um hvort hundarnir eru hreinir eða ekki? Þegar allt kemur til alls þá er líf með hund fullt af ævintýrum, skiptir ekki máli hversu “Hreinn” hann/hún er.